Afkoma Íslandsbanka á fyrsta ársfjórðungi 2013

30.05.2013 - Kauphöll

Helstu niðurstöður

 • Afkoma bankans eftir skatta var jákvæð um 4,6 ma. kr. á fyrsta ársfjórðungi 2013, samanborið við 5,6 ma. kr. á sama tímabili 2012. Munurinn á milli ára liggur að stærstum hluta í lægri vaxtatekjum og sveiflum í gengi íslensku krónunnar. 
 • Arðsemi eigin fjár eftir skatta lækkaði í 12,2% (1F2012: 17,7%). Lækkun á arðsemi skýrist að mestu af hærra eigin fé, sem hefur hækkað um 18% á milli ára, eða frá 129 ma. kr. í 152. ma. kr. 
 • Skattar og gjöld greidd ríkisstofnunum voru 2,1 ma. kr. á fjórðungnum, samanborið við 2,2 ma. kr. á 1F2012.
 • Frá stofnun bankans hafa um 35.900 einstaklingar og um 3.900 fyrirtæki fengið afskriftir, eftirgjafir eða leiðréttingar á skuldum sem nema um 490 ma. kr. 
 • Heildareignir hækkuðu lítillega í 829 ma. kr. (2012: 823 ma. kr.), en útlán til viðskiptavina lækkuðu um 3% í 543 ma. kr. (2012: 558 ma. kr.). 
 • Vaxtamunur var 3,6% (2012: 3,9% og 1F2012: 4,4%) og fer lækkandi samhliða því að afföll á lánasafni sem keypt var frá Glitni fara úr bókum bankans. 
 • Hreinar þóknanatekjur jukust í 2,5 ma. kr. (1F2012: 2,1 ma. kr.) sem er hækkun um 17% á milli ára og má að mestu rekja til markaða, viðskiptabanka, eignastýringar og dótturfélaga bankans
 • Nettó tekjufærsla vegna endurmats lánasafnsins var 3,1 ma. kr., samanborið við 1,5 ma. kr. gjaldfærslu á sama tímabili fyrir árið 2012. 
 • Heildarinnlán lækkuðu í 492 ma. kr. samanborið við 509 ma. kr. í lok árs 2012. Innlán viðskiptavina voru á pari við lok árs en lækkunin að mestu tilkomin vegna breytinga á innlánum lánastofnanna og Seðlabanka Íslands. 
 • Eigið fé nam 152 ma. kr., og hækkaði um 3% frá árslokum 2012 og 18% á milli ára. Eiginfjárhlutfall styrktist í 26,2% (2012: 25,5%) og eiginfjárhlutfall A (Tier 1) var 22,9% (2012: 22,0%). 
 • Lausafjárstaða Íslandsbanka er traust og vel yfir kröfum Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans. 

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:

“Afkoma af grunnrekstri á fyrsta fjórðungi var í takt við áætlanir. Við sjáum að þau hagræðingarverkefni sem við höfum verið að vinna að eru byrjuð að skila sér og kostnaður lækkar um 3% milli tímabila. Um leið hafa þóknanatekjur aukist um 17% frá fyrra ári sem má meðal annars rekja til aukinna umsvifa á íslenskum verðbréfamarkaði. Þar hefur Íslandsbanki verið sannkallað hreyfiafl en bankinn er nú stærsti útgefandi sértryggðra skuldabréfa á landinu og gaf einnig út víxla á fjórðungnum, fyrst íslenskra fjármálafyrirtækja frá haustinu 2008.

Íslandsbanki veitti um 20 þúsund skilvísum viðskiptavinum vaxtaendurgreiðslu í febrúar sl., eða samtals 2.5 ma. kr. sem voru lagðar inn á nýjan sparnaðarreikning, Vaxtaþrep 30 dagar. Markmið með endurgreiðslunni var að hvetja til sparnaðar og ánægjulegt frá því að segja að tæpur helmingur endurgreiðslunnar er enn á sparnaðarreikningi hjá bankanum.

Eiginfjárstaða bankans er áfram traust, eða 26.2%, sem er vel yfir kröfum FME, en er skiljanlega farin að hafa áhrif á arðsemi bankans.”

Símafundur fyrir markaðsaðila:

Síðar í dag kl. 13 mun bankinn bjóða markaðsaðilum upp á símafund. Fundurinn fer fram á ensku og farið verður yfir helstu atriði í íslenskum efnahagsmálum og afkomu bankans. Nauðsynlegt að gestir skrái sig á fundinn með tölvupósti til: ir@islandsbanki.is. Fundargögn og aðgangsorð vegna símafundar verða send út til skráðra aðila 2 tímum fyrir fundinn.

Hægt verður að nálgast fundargögn frá kynningunni á www.islandsbanki.is/fjarfestatengsl.

Nánari upplýsingar

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall