Vel sóttur fundur um húsnæðismál

13.06.2013

Fjöldi manns sótti opinn fræðslufund Íslandbanka um húsnæðismál sem haldinn var þriðjudaginn 11. júní. Fundurinn var haldinn í útibúi Íslandsbanka á Kirkjusandi og voru það þau Magnús Árni Skúlason hagfræðingur hjá Reykjavik Economics, Linda Kristinsdóttir deildarstjóri hjá Íslandsbanka og Finnur Bogi Hannesson vörustjóri húsnæðislána hjá Íslandsbanka sem héldu erindi.

Magnús Árni fjallaði um fasteignamarkaðinn og þróun hans síðustu misseri og verðlagningu fasteigna eftir hverfum og landshlutum.  Linda Kristinsdóttir ræddi um greiðslumöt og mikilvægi þess að kaupendur gerðu sér grein fyrir þeim kostnaði sem fellur til við að eiga og reka fasteign, fyrir utan greiðslur af láununum sjálfum.  Finnur Bogi endaði svo fundinn á því að ræða um þau lánsform sem eru í boði á markaðnum og kosti og galla hvers lánsforms.

Eins og áður segir lagði fjöldi manns leið sína í útbú bankans til að hlýða á fyrirlestrana og voru góðar umræður og fyrirspurnir frá gestum fundarins í lok hans. 

Íslandsbanki þakkar þeim sem komu á fundinn og mun upptka af honum verða aðgengileg á vef bankans innan tíðar.

 

Myndabanki

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall