Varasamur tölvupóstur vegna Netbanka

20.06.2013
Nokkrir viðskiptavinir Íslandsbanka fengu í gær tölvupóst þar sem þeir voru beðnir um að staðfesta notendaupplýsingar með því að tengjast netbanka í gegnum þá vefslóð sem gefin var upp í póstinn. 
Pósturinn sem um ræðir var ekki frá Íslandsbanka heldur frá tölvuþrjótum sem vildu með þessu reyna að komast yfir notendanafn, lykilorð og aðrar upplýsingar um notendur Netbankans. 

Íslandsbanki vill koma því á framfæri að bankinn sendir aldrei tölvupóst til viðskiptavina þar sem þeir eru beðnir um að staðfesta notendanafn, lykilorð, persónuupplýsingar eða fjárhagsupplýsingar.
Hafi einhverjir viðskiptavinir smellt á hlekkinn í tölvupóstinum eru þeir hvattir til þess að skipta um lykilorð í Netbanka, sjá nánari upplýsingar á heimasíðu Íslandsbanka undir Netlausnir/Öryggi.

Viðskiptavinum er eftir sem áður óhætt að tengjast Netbanka í gegnum vefsíðu Íslandsbanka, www.islandsbanki.is með notendanafni, lykilorði og auðkennislykli. Netbanki Íslandsbanka hefur ekki orðið fyrir neinni röskum og er öll starfsemi hans jafn örugg og áður.

Eftirfarandi er gott að hafa í huga fyrir þá viðskiptavini sem nota Netbankann:
  • Smelltu aldrei á grunsamlega tengla í tölvupóstum
  • Þegar farið er inn í Netbanka Íslandsbanka ber að gæta að slóðin í vafra sé á öruggu vefsvæði, það sést með því að ganga úr skugga um að https sé fremst í vefslóð
  • Skiptu reglulega um lykilorð og öryggisnúmer
  • Notaðu nýjustu útgáfu vafra
  • Uppfærðu stýrikerfi og vírusvörn tölvunnar

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall