Afkoma Íslandsbanka á 2. árshluta 2013

28.08.2013 - Kauphöll

Helstu niðurstöður:

  • Afkoma bankans eftir skatta var jákvæð um 6,6 ma. kr. á öðrum ársfjórðungi 2013 (2Q12: 6,0 ma. kr.) og 11,2 ma. kr. á fyrri árshelmingi (1H12: 11,6 ma. kr.)
  • Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 17,4% á fjórðungnum (2Q12: 18,6%) en 14,8% sé horft til fyrri árshelmings (1H12: 17,9%). Lækkun á arðsemi skýrist að mestu af hærra eigin fé, sem hefur hækkað um 15% á milli ára, eða frá 135 ma. kr. í 156. ma. kr. við lok júní 2013.
  • Skattar og gjöld greidd ríkisstofnunum voru 3 ma. kr. á ársfjórðungnum samanborið við 2,2 ma. kr. á 2Q12.
  • Frá stofnun bankans hafa um 35 þúsund einstaklingar og um 4 þúsund fyrirtæki fengið afskriftir, eftirgjafir eða leiðréttingar á skuldum sem nema um 500 ma. kr. 
  • Heildareignir voru 823 ma. kr. við lok tímabilsins (mars 2013: 829 ma. kr.), og útlán til viðskiptavina lækkuðu um 1% í 539 ma. kr. (mars 2013: 543 ma. kr.). 
  • Vaxtamunur var 3,4% (1Q13: 3,6%) og fer lækkandi samhliða því að afföll á lánasafni sem keypt var frá Glitni fara úr bókum bankans.
  • Hreinar þóknanatekjur jukust í 2,7 ma. kr. á fjórðungnum (2Q12: 2,3 ma. kr.) og 5,1 ma. kr sé litið til fyrri árshelmings (1H12: 4,4 ma. kr.). Hækkunin er um 15% á milli ára og má að mestu rekja til markaða, viðskiptabanka, eignastýringar og dótturfélaga bankans.
  • Nettó tekjufærsla vegna endurmats lánasafnsins var 4,7 ma. kr. á fjórðungnum (2Q12: 3,6 ma. kr.) og 7,9 ma. kr á fyrri árshelmingi (1H12: 2,1 ma. kr.).
  • Heildarinnlán hækkuðu í 506 ma. kr. samanborið við 492 ma. kr. í lok mars 2013 og sýna eðlilegar sveiflur í innlánum viðskiptavina og fjármálastofnanna. 
  • Eigið fé nam 155,5 ma. kr., og hækkaði um 2% frá lokum fyrri árshelmings 2013 og 15% á milli ára. Eiginfjárhlutfall styrktist í 27,4% (mars 2013: 26,2%) og  eiginfjárhlutfall A (Tier 1) var 24,0% (mars 2013: 22,9%). 
Nánari upplýsingar um afkomu bankans má finna í ítarlegri afkomutilkynningu hér meðfylgjandi.
 

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:

"Afkoma á öðrum ársfjórðungi var í  takt við áætlanir og jákvæð samlegðaráhrif vegna sameininga eru að koma fram á báðum hliðum rekstrarreikningsins. Markverður árangur hefur náðst í hagræðingu á rekstri en kostnaðarhlutfall bankans lækkaði í 41,1% á 2F13 og raunlækkun á rekstrarkostnaði milli ára er 7,5%. 

Íslandsbanki var útnefndur besti íslenski bankinn af hinu virta tímariti Euromoney og var VÍB, eignastýring Íslandsbanka, valin fremsta eignastýringaþjónustan á Íslandi af breska tímaritinu World Finance. Þessar tvær viðurkenningar sýna vel hversu gott og metnaðarfullt starf er verið að vinna hjá bankanum. 

Íslandsbanki stækkaði skuldabréfaflokka sína á tímabilinu og er bankinn orðinn reglulegur útgefandi víxla. Íslandsbanki hefur einnig, í samstarfi við Bank of America Merill Lynch, fengið  heimild til að gefa út skuldabréf í erlendri mynt að andvirði 250 milljóna Bandaríkjadala og mun nýta tækifærið ef réttar aðstæður skapast á alþjóðlegum skuldabréfamörkuðum.

Endurútreikningur ólögmætra gengistryggðra lána gengur vel en búið verður að ljúka endurútreikningi á 90% virkra lána í lok mánaðarins. Íslandsbanki mun alls endurreikna um 15.000 ólögmæt gengistryggð lán og er áætlað að öllum endurútreikningi verði lokið fyrir árslok."
 
Síðar í dag munu Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, og Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóri, kynna afkomu bankans á opnum fjárfestafundi og svara  fyrirspurnum. Fundurinn hefst kl. 16.00 og fer fram á íslensku. Nauðsynlegt að gestir skrái sig á afkomukynninguna á vef bankans

Hægt verður að nálgast fundargögn frá kynningunni á www.islandsbanki.is/fjarfestatengsl.

Nánari upplýsingar:


 

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall