Breyting á stjórn Íslandsbanka

04.09.2013

Hluthafafundur Íslandsbanka hefur samþykkt breytingu á stjórn bankans. Helga Valfells og Þóranna Jónsdóttir taka sæti í aðalstjórn Íslandsbanka. Þóranna Jónsdóttir var áður varamaður í stjórn bankans og Gunnar Fjalar Helgason tekur hennar sæti í varastjórn. 

Um Helgu Valfells

Helga Valfells hefur verið framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins frá árinu 2010 og áður stýrði hún fjárfestingum sjóðsins. Helga var aðstoðarmaður viðskiptaráðherra árið 2009. Hún hefur áralanga reynslu af stjórnarsetu en hún hefur verið stjórnarmaður m.a. í Orf Líftækni, Gangverði, Mentor, Frumtaki, Gagnavörslunni og Innovit. Helga er með MBA gráðu frá London Business Schoool og BA í hagfræði frá Harvard University.

Um Þórönnu Jónsdóttur 

Þóranna Jónsdóttir er deildarforseti viðskiptafræðideildar Háskólans í Reykjavík en hún var áður framkvæmdastjóri stjórnunar og rekstrar við skólann. Þóranna lauk doktorsprófi frá Cranfield University í Bretlandi árið 2011 og sérhæfði sig í ábyrgð og skyldum stjórnarmanna. Þá er hún einnig með MBA gráðu frá IESE viðskiptaháskólanum í Barcelona. Á árunum 2007-2011 starfaði Þóranna sem framkvæmdastjóri hjá Auði Capital og árin 2005-2007 sem framkvæmdastjóri hjá Veritas/Vistor.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall