Akur, nýtt fjárfestingafélag VÍB og Íslandssjóða

09.09.2013

VÍB, eignastýringarþjónusta Íslandsbanka og rekstrafélag bankans, Íslandssjóðir, hafa stofnað Akur, nýtt fjárfestingafélag sem kemur til með að vera virkur eignaraðili í óskráðum félögum. Áætlað er að félagið hafi um 10 milljarða fjárfestingagetu. Íslandsbanki leggur félaginu til fjármagn og kemur til með að eiga um 10% hlutafjár í Akri.

Framkvæmdastjóri Akurs verður Jóhannes Hauksson, sem hefur verið forstöðumaður fyrirtækjalausna Íslandsbanka, og fjárfestingastjóri er Davíð Hreiðar Stefánsson, sem hefur starfað sem verkefnastjóri í fyrirtækjalausnum.  Báðir hafa þeir mikla reynslu af verkefnum á sviði fjárhagslegrar endurskipulagningar fyrirtækja, kaupum og sölu á eignarhlutum í fyrirtækjum og víðtæka reynslu af lánamálum. Fjárfestingateymi Akurs verður staðsett innan Íslandssjóða.

 „Stofnun Akurs fjárfestingafélags er rökrétt framhald á þeirri útvíkkun á  vöruframboði VÍB og Íslandssjóða sem ráðist hefur verið í undanfarið, t.d. með stofnun fasteignafélagsins FAST 1. Tilkoma Akurs eykur  fjölbreytni þeirra þjónustuþátta sem fagfjárfestum standa til boða hjá VÍB samhliða því að styðja uppbyggingu íslensks atvinnulífs og fjármálamarkaðar,“ segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.

 „Núverandi markaðsaðstæður og áframhaldandi uppbygging íslensks atvinnulífs mun á næstu árum skapa fjölmörg spennandi fjárfestingatækifæri. Akur mun einbeita sér að því að fjárfesta í áhugaverðum félögum sem hafa möguleika til að vaxa, þar með talið félögum sem uppfyllt geta skráningarkröfur á næstu misserum og árum,“ segir Jóhannes Hauksson, framkvæmdastjóri Akurs. 

Jóhannes Hauksson hefur verið forstöðumaður fyrirtækjalausna Íslandsbanka frá árinu 2010 og annaðist stærstu verkefni bankans  á sviði fjárhagslegrar endurskipulagningar. Áður starfaði Jóhannes á alþjóðasviði og á fyrirtækjasviði en hann hefur verið starfsmaður bankans frá 1999. Áður starfaði hann í fjármáladeild Reykjavíkurborgar. Jóhannes er Cand Oecon frá Háskóla Íslands.

Davíð Hreiðar Stefánsson hefur starfað sem verkefnastjóri í fyrirtækjalausnum Íslandsbanka undanfarin fimm ár. Áður starfaði hann sem sérfræðingur hjá fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka en hann hefur verið starfsmaður bankans frá árinu 2004. Davíð er með MBA gráðu frá Winthrop University og B.S. gráðu í fjármálum frá sama skóla.

VÍB er eignastýringarþjónusta Íslandsbanka og Íslandssjóðir er sjálfstætt sjóðafyrirtæki  bankans sem starfrækir breitt úrval sjóða sem fjárfesta bæði í skráðum og óskráðum verðbréfum. VÍB og Íslandssjóðir stofnuðu árið 2012  FAST-1 með stærstu lífeyrissjóðum og tryggingarfélögum landsins, sem sérhæfir sig í fjárfestingum í atvinnuhúsnæði.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall