Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

18.09.2013
Rekstur sjávarútvegsfélaga á Íslandi er heilt yfir góður og ytri skilyrði hagkvæm þó svo að afkoman sé misgóð milli fyrirtækja. Þrátt fyrir að nokkuð verðfall hafi orðið á mikilvægum fisktegundum hefur greininni tekist vel að aðlaga sig að þeim aðstæðum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka sem kynnt var á fundi á vegum bankans í morgun. Í skýrslunni kemur fram að forsenda þess að unnt sé að stuðla að frekari framþróun í sjávarútvegi sé að grunnur greinarinnar verði styrktur og efldur. Mikilvægt sé að sjávarklasinn í heild sinni styrkist og að Ísland skipi sér áfram til jafns við þær þjóðir sem fremstar eru í alþjóðlegum sjávarútvegi.
 

Lykilatriði
• Sjávarafurðir eru mikilvægur hluti af fæðu Íslendinga og er neysla þeirra sú mesta á alþjóðavísu eða um 88 kg á íbúa á ári (óslægður fiskur)
• Íslenskur sjávarútvegur var með um 11,5% beint framlag til vergrar landsframleiðslu árið 2012 og hefur það farið vaxandi síðustu fimm ár
• Rúmlega 12% starfa á landsbyggðinni er í sjávarútvegi samanborið 1,5% á höfuðborgarsvæðinu. Fjöldi starfa í sjávarútvegi hefur aukist um fjórðung síðustu fimm ár
• EBITDA framlegð íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja hefur aldrei verið hærri en árið 2011 og jókst hún um 26% frá fyrra ári
• Síðustu ár hefur skuldsetning fyrirtækja í sjávarútvegi dregist saman og árið 2011 stóð kennitalan í um 4,2x EBITDA, eða 442 milljörðum króna
• Sjávarútvegsfyrirtæki greiða um 7 ma.kr. í sérstakt veiðigjald fyrir fiskveiðiárið 2012/2013 þegar búið er að gera ráð fyrir frádráttarliðum
• Greiddur tekjuskattur sjávarútvegsfyrirtækja á árinu 2013 (rekstrarár 2012) var um 9,0 ma.kr. samanborið 5,5 ma.kr. árið 2012 (rekstrarár 2011)
• Verðmæti útfluttra sjávarafurða nam tæpum 269 milljörðum króna árið 2012 og jókst um tæp 7% frá árinu 2011
• Fiskeldi á Íslandi jókst nokkuð á milli áranna 2011 og 2012. Um 7.800 tonnum var slátrað árið 2012 samanborið við um 5.000 tonnum árið 2011. Áætlað er að 8.500 tonnum verði slátrað á árinu 2013

Hér má nálgast skýrsluna


Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall