Íslandsbanki gefur út American Express kort

13.10.2013

Íslandsbanki hefur hafið útgáfu á American Express kreditkortum í samstarfi við American Express. Íslandsbanki er stærsti kortaútgefandi landsins og er American Express kortið góð viðbót við núverandi kortaframboð bankans. American Express er eitt þekktasta og virtasta vörumerki í heiminum og eru American Express kort gefin út í rúmlega 130 löndum víðsvegar um heiminn.

Helstu fríðindi nýju American Express kortanna felast í söfnun Íslandsbankapunkta og veitir kortið bestu punktasöfnun sem völ er á í Vildarklúbbi bankans. American Express kortið safnar umtalsvert fleiri punktum en önnur kort eða 14 Íslandsbankapunktum á hverjar þúsund krónur sem verslað er fyrir. Punktasöfnun fimmfaldast að auki þegar verslað er hjá samstarfsaðilum kortsins.

Í Vildarþjónustu Íslandsbanka safna korthafar punktum fyrir kortanotkun, sparnað, bílalán og aðra bankaþjónustu. Að auki safna korthafar fleiri punktum hjá samstarfsaðilum kortsins. Til viðbótar við punktasöfnunina býður kortið upp á víðtækar ferðatryggingar.   

Með aðild að Vildarklúbbi Íslandsbanka geta korthafar Íslandsbanka American Express kortsins nýtt fríðindi sín á fjölbreyttan hátt. Íslandsbankapunktar eru frjálsir og hægt að ráðstafa þeim að vild. T.d. er hægt að fá greidda út sem reiðufé, borgaða inn  á verðtryggðan bundinn sparnað, skipt í Ferðaávísun eða Vildarpunkta Icelandair. Íslandbankapunktum er jafnframt hægt að ráðstafa til góðgerðarmála. 

Sveinbjörn Snorri Grétarsson, forstöðumaður ÍSB korta:

“Útgáfa American Express kortsins er liður í að bjóða viðskiptavinum bankans sífellt betri þjónustu og breiðara vöruúrval. Við hjá Íslandsbanka erum mjög ánægð með að hafa verið valin samstarfsaðili American Express  sem er virt alþjóðlegt fyrirtæki og velur sína samstarfaðila af kostgæfni. Við bjóðum viðskiptavinum okkar aukna þjónustu með því að geta afgreitt American Express kort Íslandsbanka í öllum okkar útibúum.“

Colin O’Flaherty, framkvæmdastjóri, Partner Card Services EMEA, American Express:

“Við erum stolt af samstarfinu við Íslandsbanka við að bjóða American Express kort á Íslandi. Við erum viss um að ábati kortsins samtvinnaður við framúrskarandi þjónustu komi til með að höfða til viðskiptavina Íslandsbanka.” 

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall