Ný lög um neytendalán

01.11.2013 - Fréttir Ergo

Ný lög um neytendalán tóku gildi í dag og með þeim eykst upplýsingagjöf fjármálafyrirtækja til lántakenda. Einnig leggja lögin auknar skyldur á herðar lántaka um að veita ítarlegar upplýsingar um fjárhagsstöðu sína þegar sótt er um lánafyrirgreiðslu.
Lögin byggja að hluta á tilskipun Evrópusambandsins sem er ætlað að tryggja samræmt lagaumhverfi á Evrópska efnahagssvæðinu, stuðla að aukinni upplýsingagjöf og auðvelda neytendum samanburð á lánskjörum.

Helstu atriði laganna eru:

  • Viðskiptavinir þurfa að standast lánshæfismat sem byggir á viðskiptasögu og vanskilaupplýsingum ef lán er veitt undir 2 milljónum kr. fyrir einstaklinga eða 4 milljónum kr. fyrir hjón eða sambúðafólk.
  • Fari lánsfjárhæð yfir ofangreind mörk þurfa viðskiptavinir að standast greiðslumat sem byggir meðal annars á ítarlegum upplýsingum um fjárhagstöðu.
  • Lántaki hefur rétt á að greiða upp lán að hluta til eða í heild.
  • Lántaki hefur rétt á að falla frá lánssamningi 14 dögum eftir undirskrift hans gegn því að greiða áfallinn kostnað t.d. vexti og verðbætur.
  • Fjármálafyrirtæki veita staðlaðar upplýsingar sem er ætlað að auðvelda lántaka að bera saman ólík lánstilboð. Einnig fá lántakar upplýsingar um þróun verðlags og ráðstöfun-artekna síðustu 10 ár og dæmi um breytingar á greiðslubyrði lána sem Neytendastofa birtir á vef sínum.
  • Fjármálafyrirtæki þurfa að setja fram árlega hlutfallstölu kostnaðar til að auðvelda lántaka samanburð á mismunandi lánstilboðum.

Ákvæði laganna gilda eingöngu um lán sem eru tekin eftir 1. nóvember 2013.
Ergo hvetur viðskiptavini sína til að kynna sér ný lög um neytendalán. Frekari upplýsingar eru aðgengilegar á heimasíðu Neytendastofu, sem annast eftirlit með ákvæðum laganna, á heimasíðu Samtaka fjármálafyrirtækja og hjá fjármálafyrirtækjum.

Sjá nánar um neytendalán

Sjá bækling Neytendastofu um nýju lögin

 

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall