Afkoma Íslandsbanka á 3. árshluta 2013

27.11.2013 - Kauphöll

Helstu niðurstöður:

 • Afkoma bankans eftir skatta var jákvæð um 4,2 ma. kr. á 3F13 (3F12: 4,6 ma. kr.) og 15,4 ma. kr. á fyrstu níu mánuðum ársins (9M12: 16,2 ma. kr.). 
 • Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 10,6% á fjórðungnum (3F12: 13,3%) en 13,4% sé horft til fyrstu níu mánaða ársins (9M12: 16,3%). Lækkun á arðsemi skýrist að mestu af hærra eigin fé, sem hefur hækkað um 3% á milli fjórðunga og 14% á milli ára.
 • Eiginfjárhlutfall var áfram sterkt eða 27,2% (júní 2013: 27,4%) og eiginfjárhlutfall A (Tier 1) var 23,9% (júní 2013: 24,0%), þrátt fyrir 3,5% hækkun á áhættuvegnum eignum á fjórðungnum í 663 ma. kr. (júní 2013: 641 ma. kr.). 
 • Hreinar vaxtatekjur námu 7,4 ma. kr. (3F12: 7,8 ma. kr.) sem er lækkun um 5.1% milli ára. Vaxtamunur var 3,5% (2F13: 3,4%) og fer lækkandi samhliða því að afföll á lánasafni sem keypt var frá Glitni fara úr bókum bankans.
 • Virðisbreyting útlána og krafna var jákvæð um 0,6 ma. kr. á fjórðungnum (3F12: 0,7 ma. kr.) og um 8,5 ma. kr. fyrir fyrstu níu mánuði ársins (9M12: 2,8 ma. kr.). 
 • Hreinar þóknanatekjur jukust í 2,5 ma. kr. á fjórðungnum (3F12: 2,3 ma. kr.) og 7,6 ma. kr sé litið til fyrstu níu mánuða ársins (9M12: 6,7 ma. kr.). Hækkunin er um 8% á milli ára og 13% yfir 9M og má að mestu rekja til markaða, viðskiptabanka, eignastýringar og dótturfélaga bankans.
 • Kostnaðarhlutfall lækkaði í 48,5% (3F12: 50,6%).
 • Frá stofnun bankans hafa um 35 þúsund einstaklingar og um 4.100 þúsund fyrirtæki fengið afskriftir, eftirgjafir eða leiðréttingar á skuldum sem nema um 524 ma. kr.
 • Endurskipulagning gengur vel, hlutfall lána í endurskipulagningu var 9,8% (Sept.2012: 17,4%), meira en 90 daga vanskil voru 5% (des. 2012: 8%).
 • Heildareignir voru 863 ma. kr. við lok tímabilsins (júní 2013: 823 ma. kr.), og útlán til viðskiptavina hækkuðu um 2% í 549 ma. kr. (júní 2013: 539 ma. kr.).
 • Heildarinnlán hækkuðu í 526 ma. kr. (júní 2013: 506 ma. kr.) en þar koma fram eðlilegar sveiflur í innlánum viðskiptavina og fjármálastofnanna. 

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:

„Það sem uppúr stendur á fyrstu níu mánuða ársins er sá góði árangur sem við höfum náð í rekstrarhagræðingu þar sem kostnaður bankans lækkaði um 732 milljónir sem er raunlækkun kostnaðar 7,5% á milli ára. Þessi lækkun byggir á ýmiskonar markvissum aðgerðum m.a. sameiningu útibúa.

Afkoma bankans var í takt við áætlanir og arðsemi eigin fjár var 13,4% sem hlýtur að teljast gott í ljósi sterkrar eiginfjárstöðu en eiginfjárhlutfall bankans var 27,2%.

Þó svo að sumarið seti gjarnan svip sinn á þennan ársfjórðung þá var engu að síður mikið um að vera í bankanum. Þóknanatekjur jukust um 13% á milli ára í 7,6 milljarða á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 6,7 milljarða á sama tímabili í fyrra.

Gæði lánasafnsins jókst milli fjórðunga, hlutfall lána í meira en 90 daga vanskilum var 5% í lok tímabilsins og hlutfall lána í endurskipulagningu (LPA) var 9,8%, sem er mikill árangur en staða lána í endurskipulagningu nam 44% árið 2009.“

Öll gögn er tengjast afkomu bankans má finna á www.islandsbanki.is/fjarfestatengsl.

Hér má sjá myndband þar sem Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóri Íslandsbanka segir frá uppgjörinu:

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall