Eignarhlutir í eigu Íslandsbanka

27.11.2013
Íslandsbanki vill koma á framfæri upplýsingum um eignarhluti sem eru í eigu bankans. Íslandsbanki hefur leitast við að selja eignir í óskyldum rekstri enda ekki stefna bankans að eiga slíkar eignir til lengri tíma.

Íslandsbanki vill einnig benda á að upplýsingar um eignir í óskyldum rekstri sem eru á undanþágu frá FME er að finna á heimasíðu bankans og er það í samræmi við verklagsreglur bankans um gagnsæi.

Samtals eru 12 eignarhlutir á fresti hjá FME:

• Átta félög sem eru erlend eða eiga einungis erlendar eignir og eru með enga eða takmarkaða starfsemi. (Manston Properties Ltd, Lava capital Ltd., Lava Capital ehf., HHÖ Holding A/S, Geysir General Partner ehf., Geysir Green Investment Fund slhf., GREF hf. og IG Invest). Þessi félög eru ekki með neina starfsemi á Íslandi.
• Atorka Group hf - félag í slitameðferð.
• HTO hf. - verið er að klára skjalavinnslu vegna sölu félagsins.
• N1 hf. – stefnt er að skráningu í desember 2013.
• Bláfugl ehf. - félagið hefur verið í sölumeðferð undanfarin misseri, enn án árangurs.

Ofangreindir eignarhlutir eru óverulegur hluti af eignum bankans.

Til viðbótar við þessa eignarhluti á Íslandsbanki eignarhluti í nokkrum félögum sem tengjast fjárhagslegri endurskipulagningu þeirra eða yfirtöku bankans á Byr. Eignarhlutir sem bankinn eignast eru seldir eins og kostur er en stærstu eignir bankans eru nú:

• Icelandair - núverandi eignarhlutur 2,04% en unnið hefur verið að því að minnka stöðu bankans í félaginu sem var 19,9% í lok mars 2012.
• Íslensk verðbréf - núverandi eignarhlutur er 27,5% sem er tilkominn vegna yfirtöku Íslandsbanka á Byr. MP banki hefur gert yfirtökutilboð í Íslensk verðbréf.
• Reitir - núverandi eignarhlutur er 5,8%.
• Sjóvá - núverandi eignarhlutur er 9,3% og unnið er að skráningu félagsins í Kauphöll Íslands.
• Eik – núverandi eignarhlutur er 5,6%.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall