Almennt hlutafjárútboð N1 hefst í dag

06.12.2013 - Fréttir Verðbréfaþjónustu
Í dag, föstudaginn 6. desember 2013, kl. 10.00 hefst almennt útboð með hlutafé N1 hf. Útboðið stendur til kl. 16.00 mánudaginn 9. desember 2013.

Skráning fer fram á heimasíðu Íslandsbanka.

Í tengslum við almennt útboð á hlutabréfum í N1 skv. 43. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti og umsókn félagsins um töku allra hlutabréfa í N1 til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf., hefur félagið birt lýsingu dags. 26. nóvember 2013, sem samanstendur af samantekt, verðbréfalýsingu og útgefandalýsingu.

Lýsingin ásamt viðaukanum eru birt á vefsíðu félagsins. Útprentuð eintök af Lýsingunni, ásamt viðaukanum, má jafnframt nálgast í höfuðstöðvum N1 Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi. Lýsingin ásamt viðauka verða aðgengileg næstu 12 mánuði.

Útgefið hlutafé N1 hf. nemur er 1.000.000.000. Allir hlutirnir eru í sama flokki og jafn réttháir. Hlutir félagsins eru gefnir út rafrænt í kerfi Verðbréfaskráningar Íslands hf. og er hver hlutur 1 króna að nafnverði. Stjórn félagsins hefur óskað eftir því að N1verði auðkenni hlutabréfanna í kerfum NASDAQ OMX Iceland hf.

Útboðið fer fram í tveimur hlutum:

Tilboðsbók A, þar sem 10% af útgefnu hlutafé félagsins er boðið til sölu á bilinu 13,5 – 15,3 kr. á hlut. Í tilboðsbók A er tekið við áskriftum að andvirði á bilinu 100.000 til 10.000.000 kr.

Tilboðsbók B, þar sem 15-18% hlutafjár er boðið til sölu með uppboðsfyrirkomulagi. Tilgreint lágmarksverð í B hluta er 15,3 kr. á hlut, en ekkert hámarksverð er á tilboðum. Í tilboðsbók B er tekið við áskriftum að andvirði 10.000.001 eða hærri. 

Allar frekari upplýsingar eru veittar af starfsmönnum VÍB – Eignastýringu Íslandsbanka í síma 440 4900 og með tölvupósti á vib@vib.is milli kl. 9.00 og 20.00 á meðan áskriftartímabilið stendur yfir.

Hér má sjá upptöku frá fundi VÍB um skráningu N1 þar sem Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1 og Eggert Þór Kristófersson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs ræddu um fyrirtækið og tóku á móti spurningum fjárfesta. 

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall