Íslandsbanki undirritar styrktarsamning við íslenska sjávarklasann

19.12.2013

Íslandsbanki er virkur þátttakandi í klasasamstarfi á Íslandi og leggur mikinn metnað í að efla og þróa öflugan samstarfsvettvang fyrir fyrirtæki í atvinnurekstri. Íslandsbanki hefur frá stofnun íslenska sjávarklasans verið einn af aðal styrktaraðilum hans og hefur Birna Einarsdóttir setið í stjórn klasans frá stofnun. Fjölmargir aðilar innan bankans koma með einum eða öðrum hætti að starfsemi klasans og hefur þessi samvinna skilað Íslandsbanka margvíslegum ávinningi.

Nýr styrktarsamningur var undirritaður í síðustu viku og á myndinni hér til hliðar má sjá þá Vilhelm Má Þorsteinsson, framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs, og Þór Sigfússon, framkvæmdastjóra Íslenska Sjávarklasans, undirrita samninginn.

Íslenski sjávarklasinn

Íslenski sjávarklasinn er samstarfsvettvangur fyrirtækja í haftengdri starfsemi á Íslandi sem hefur það að markmiði að auka virði þeirra fyrirtækja sem starfa í klasanum. Fyrirtækið var stofnað árið 2011 á grundvelli svokallaðrar klasafræði sem hefur á síðustu árum sótt í sig veðrið á meðal fræðimanna, fyrirtækja og stjórnvalda, sem tól til þess að auka verðmætasköpun innan landsvæða og atvinnugreina.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall