Úthlutun úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ

20.12.2013
Þrjár afrekskonur í íþróttum og eitt landsliðsverkefni hafa hlotið styrk úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ. Styrkirnir voru afhentir í höfuðstöðvum ÍSÍ í dag. Markmið og tilgangur Afrekskvennasjóðs Íslandsbanka og ÍSÍ er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim betur kleift að stunda sína íþrótt og ná árangri. Stjórn sjóðsins skipa þær Helga H. Magnúsdóttir, Elsa Nielsen og Kristín Rós Hákonardóttir. Umsóknir um styrk voru að þessu sinni 66 talsins. Sem fyrr var sjóðsstjórninni vandi á höndum við að velja úr metnaðarfullum umsóknum sem glöggt sýna kraftinn í afreksíþróttakonum þessa lands. Eftirtaldar íþróttakonur og íþróttafélag fá styrk að þessu sinni:

Berglind Gígja Jónsdóttir og Elísabet Einarsdóttir strandblakskonur HK (500 þúsund) vegna verkefna á árinu 2014. Þrátt fyrir ungan aldur hafa þær náð eftirtektarverðum árangri í grein sinni sem er í uppbyggingu hér á landi. Síðastliðin tvö ár hafa þær orðið Íslandsmeistarar fullorðinna og U19 í grein sinni. Jafnframt urðu þær Norður-Evrópumeistarar í U19 ára flokki. Á næsta ári munu þær m.a. taka þátt í Evrópumóti U23 og U21 ásamt undankeppni Ólympíuleikanna 2016.

Valdís Þóra Jónsdóttir Golfklúbbnum Leyni (500 þúsund) fær styrk vegna þátttöku í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð kvenna í golfi. Valdís er fjórða íslenska konan sem tekur þátt í úrtökumóti Evrópuraðarinnar, til þessa hefur einungis einni tekist að tryggja sér þátttökurétt á mótaröðinni. Valdís hefur nú þegar tryggt sér þátttöku á 2. stigi úrtökumótsins sem leikið verður 14.-17. desember, þann 18. desember kemur svo í ljós hvort Valdísi nái markmiði sínu. Takist Valdísi ekki að tryggja sig inn á Evrópumótaröðina mun hún leika í hliðarmótaröð – LET Access tour. Valdís Þóra hefur nýverið gefið upp áhugamannaréttindi sín í golfi og sett sér metnaðarfull markmið um að ná langt í sinni grein.

Erna Friðriksdóttir Skíðafélaginu í Stafdal (500 þúsund) fær styrk vegna undirbúnings og keppni á Vetrarólympíumóti fatlaðra í Sochi. Erna er hreyfihömluð og keppir í svigi og stórsvigi á sérhönnuðum skíðasleða. Erna stundar nú eins og undangengna vetur skíðaþjálfun í Winter Park í Colorado. Með markvissum æfingum hefur Erna náð að klífa heimslistann jafnt og þétt. Erna er nú að taka þátt í annað sinn á Vetrarólympíumóti fatlaðra en hún var einnig þátttakandi á leikunum í Vancouver. Reynslunni ríkari stefnir Erna enn hærra nú en á leikunum fyrir fjórum árum.

Skíðasamband Íslands (1 milljón) fær styrk vegna undirbúnings og þátttöku landsliðskvenna á Vetrarólympíuleikunum í Sochi í febrúar n.k. Í Ólympíuhópi SKÍ eru fjórar stúlkur í alpagreinum sem keppast við að tryggja sér þátttökurétt á Vetrarólympíuleikunum sem fram fara í Sochi í Rússlandi á komandi ári. Mikil ferðalög og kostnaður fylgja því að sækja mót er telja til stiga á stigalista Alþjóða skíðasambandsins sem notaður er til grundvallar þegar keppendur eru valdir á Vetrarólympíuleikana. Íslensku stúlkurnar hafa verið að ná góðum árangri á mótum á Norðurlöndunum undanfarnar vikur. Ekki verður ljóst fyrr en þegar líða fer á janúarmánuð hversu mörgum þeirra tekst að tryggja sér þátttökurétt.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall