Starfsmenn Íslandsbanka leggja góðum málefnum lið

23.12.2013
Starfsmönnum Íslandsbanka gefst kostur á að leggja góðum málefnum lið einn dag á ári og núna fyrir jólin unnu yfir 70 manns sjálfboðastarf hjá hinum ýmsu góðgerðarsamtökum en um 100 starfsmenn Íslandsbanka hafa lagt góðu málefni lið á árinu með þessum hætti.

Flestir aðstoðuðu við matarúthlutun hjá Mæðrastyrksnefnd og úthlutun hjá Hjálparstofnun Kirkjunnar. Verkefnin voru fjölbreytt og skemmtileg og var sjálfboðaliðum Íslandsbanka vel tekið á öllum stöðum.

Verkefnið „Við bjóðum hjálparhönd“ hefur nú fest sig í sessi og nú unnið að því finna fjölbreytt og gefandi verkefni á nýju ári.

Íslandsbanki hefur veitt góðum málefnum lið í gegnum þetta verkefni undanfarin tvö ár og hefur verkefninu verið vel tekið. Góðgerðarsamtök sem hafa notið góðs af starfsmönnum Íslandsbanka eru til að mynda Mæðrastyrksnefnd, Rauði krossinn, Hjálparstofnun kirkjunnar, Samhjálp, Sólheimar í Grímsnesi, Skógræktin og ABC barnahjálp.

Félagasamtök sem hafa áhuga á samstarfi við Íslandsbanka er bent á að hafa samband með tölvupósti á hjalparhond@islandsbanki.is.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall