Íslandsbanki tekur þátt í sambankaláni til Havila Shipping

30.12.2013
Íslandsbanki tekur þátt í sambankaláni til norska skipafélagsins Havila til að endurfjármagna fjögur skip félagsins. Sambankalánið sem Íslandsbanki tekur þátt í er að upphæð 475 m.NOK eða um níu ma. ISK.

Umsjónaraðili sambankalánsins var SpareBank1 SMN í Noregi og verður láninu ráðstafað til að endurfjármagna fjögur skip Havila, sem þjónusta olíuiðnaðinn.

Norska skipafélagið Havila er eitt af leiðandi félögum í þjónustu við olíuiðnaðinn á hafi. Samstæðan á og rekur 27 þjónustuskip, er með höfuðstöðvar í Fosnavaag Noregi og með skrifstofur í Brasilíu og Asíu. Havila var stofnað árið 2003 og var skráð á norska hlutabréfamarkaðinn í Osló Bors árið 2005.
Heildarvirði skiptaflota Havila í lok þriðja ársfjórðungs var 7.400 m.NOK (148.000 m.ISK) Velta Havila fyrstu 3 ársfjórðungana var 1.076 m.NOK (21.520 m.ISK) og EBITDA 532 m.NOK (10.640 m.ISK).

Vilhelm Már Þorsteinsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Íslandsbanka:

„Þátttaka í sambankaláni til Havila er mikilvægt skref í að auka þátttöku okkar í þjónustuiðnaði við olíu og gasleit á Norður Atlantshafi. Íslandsbanki hefur getu til að lána til erlendra verkefna vegna sterkrar stöðu í erlendum gjaldeyri og styður þannig við frekari uppbyggingu íslenskra og erlendra fyrirtækja í atvinnugreinum þar sem bankinn hefur sérþekkingu.“

Arne Johan Dale, fjármálstjóri Havila:
„Havila er mjög ánægt með samninginn og að eiga viðskipti á Íslandi.“

 

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall