VÍB í samstarf við BlackRock

07.01.2014
VÍB, eignastýringarþjónusta Íslandsbanka, hefur undirritað samstarfssamning við BlackRock, stærsta eignastýringaraðila heims. Með samstarfinu eykst enn frekar fjölbreytni vöru- og þjónustuframboðs VÍB á sviði eignastýringarþjónustu á erlendum mörkuðum.

BlackRock býður mjög fjölbreytt úrval vöru og þjónustu á sviði eignastýringar sem spannar sex heimsálfur, hlutabréfasjóði, skuldabréfasjóði, hrávörusjóði, fasteignir og aðra sérhæfðari sjóði sem henta fagfjárfestum sérstaklega vel. Vegna fjármagnshafta gefst einungis viðskiptavinum sem eiga erlendar eignir eða hafa heimild til endurfjárfestingar í erlendum verðbréfum kostur á að fjárfesta í vörum BlackRock. Samstarfið er liður í stefnu VÍB að bjóða viðskiptavinum, sem í dag eiga erlendar eignir, sterkt vöru og þjónustuframboð, sem mun vonandi sem fyrst nýtast öllum viðskiptavinum VÍB þegar fjármagnshöft verða afnumin.

BlackRock er stærsta eignastýringarfyrirtæki heims með um 3.800 milljarða Bandaríkjadala í stýringu og starfsemi í 30 löndum. Starfsmenn BlackRock eru yfir 10 þúsund talsins en margir af stærstu lífeyrissjóðum og tryggingafélögum heims nýta eignastýringarþjónustu BlackRock. BlackRock er með yfirgripsmikla sérþekkingu í eignastýringu og fjárfestingum og hefur sýnt góðan langtímaárangur á því sviði.

Stefán Sigurðsson, framkvæmdastjóri VÍB:
„Ég er mjög stoltur af því að BlackRock, stærsti og einn af virtustu eignastýringaraðilum heims hafi valið okkur til samstarfs á Íslandi. Samkvæmt könnun Capacent myndu flestir velja að leita til VÍB og Íslandsbanka eftir eignastýringarþjónustu eða 31% og er samstarfið við BlackRock liður í því að halda áfram að vera leiðandi í þjónustu til viðskiptavina. Við vonum svo sannarlega að þess sé ekki langt að bíða að íslenskir sparifjáreigendur og fagfjárfestar geti nýtt sér þjónustu BlackRock og VÍB erlendis í auknum mæli.“

Um VÍB:
VÍB er eignastýringarþjónusta Íslandsbanka sem þjónar bæði einstaklingum og fagfjárfestum á sviði almenns sparnaðar, eignastýringar, verðbréfaviðskipta og lífeyrismála með fagmennsku að leiðarljósi.
VÍB er einn stærsti aðilinn á íslenskum eignastýringarmarkaði með hundruð milljarða króna í eignastýringu og vörslu fyrir tugi þúsunda viðskiptavina. Starfsmenn VÍB eru um 40 talsins og búa yfir fjölbreyttri menntun og þekkingu á fjármálamarkaði.

VÍB, eignastýringarþjónusta Íslandsbanka, var valin fremsta eignastýringarþjónustan á Íslandi af breska fjármálatímaritinu World Finance. World Finance horfir til þátta á borð við fjárfestingastefnu, mat á árangri í eignastýringu, gegnsæi og áhættumat, árangur og ávöxtun og upplýsingagjöf til viðskiptavina og fræðslustarfs.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall