Íslandsbanki undirritar samstarfssamning við Íslenska ferðaþjónustuklasann

13.01.2014
Vilhelm Már Þorsteinsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, og Hákon Gunnarsson, framkvæmdastjóri Gekon, hafa skrifað undir nýjan samstarfssamning milli Íslandsbanka og íslenska ferðaþjónustuklasans. Á sama tíma tekur Kristín Hrönn Guðmundsdóttir, forstöðumaður á Fyrirtækjasviði, sæti í framkvæmdanefnd ferðaþjónustuklasans.

Íslandsbanki er virkur þátttakandi í klasasamstarfi á Íslandi og leggur mikinn metnað í að efla og þróa öflugan samstarfsvettvang fyrir fyrirtæki í atvinnurekstri. Íslandsbanki hefur frá stofnun íslenska ferðaþjónustuklasans verið einn af styrktaraðilum hans og hafa starfsmenn bankans tekið virkan þátt í þeirri starfsemi sem fram fer innan klasans. Þessi samvinna hefur skilað Íslandsbanka margvíslegum ávinningi sem meðal annars kemur fram í aukinni þekkingu á þessari mikilvægu og ört vaxandi atvinnugrein sem aftur skilar sér í auknum skilningi á starfsemi þeirra viðskiptavina bankans sem starfa í ferðaþjónustu.

Klasasamstarfið

Meginmarkmið klasasamstarfsins er að efla samkeppnishæfni og verðmætasköpun íslenskrar ferðaþjónustu og að byggja upp samspil ólíkra aðila sem hafa hagsmuni af eflingu atvinnugreinarinnar. Það er gert með því að skapa samstarfsvettvang og draga saman beina og óbeina hagsmunaaðila, sem og opinbera aðila, og byggja upp samræðu þeirra á milli.

Íslenski ferðaþjónustuklasinn

Íslenski ferðaþjónustuklasinn var stofnaður haustið 2012. 37 fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök undirrituðu samkomulag til eins árs við fyrirtækið Gekon um framkvæmd og verkstjórn á kortlagningu atvinnugreinarinnar í anda klasaaðferðafræði dr. Michael Porter. Þeir aðilar sem koma að þessari vinnu voru orðnir 111 talsins í lok fyrsta starfsárs klasans og hér má lesa nánar um ferðaþjónustuklasann: www.icelandtourism.is

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall