Íslandsbanki fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum

27.02.2014
Íslandsbanki hf. hefur fengið viðurkenningu frá Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Einungis níu önnur fyrirtæki hafa hlotið slíka viðurkenningu til þessa.

Viðurkenningin byggir á ítarlegri úttekt á starfsháttum stjórnar og stjórnenda bankans sem unnin var af KPMG ehf. í janúar 2014. Að mati Rannsóknarmiðstöðvarinnar gefur niðurstaða úttektar KPMG ehf. á stjórnarháttum Íslandsbanka hf. skýra mynd af stjórnarháttum bankans og bendir til þess að Íslandsbanki geti að mörgu leyti verið öðrum fyrirtækjum til fyrirmyndar þegar kemur að góðum stjórnarháttum.

Viðurkenningin er veitt í kjölfar formlegs úttektarferlis, á vegum Viðskiptaráðs Íslands, Samtaka atvinnulífsins, Nasdaq OMX Iceland hf. og Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti við Háskóla Íslands, sem hafa tekið höndum saman um að efla stjórnarhætti íslenskra fyrirtækja og geta fyrirtæki undirgengist formlegt mat á stjórnarháttum fyrirtækisins í því skyni. 

Rannsóknarmiðstöðin byggir mat sitt í meginatriðum á því hvort gögnin gefi til kynna að viðkomandi fyrirtæki fylgi leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og NASDAQ OMX Iceland hf. gefa út. Þeim fyrirtækjum, sem standast matið á framangreindum forsendum, er veitt nafnbótin Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Markmiðið er að matsferlið auki trúverðugleika og gagnsæi stjórnarhátta fyrirtækja gagnvart hluthöfum og öðrum hagsmunaaðilum. 

Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka:
„Framlag Viðskiptaráðs Íslands, Samtaka atvinnulífsins, Nasdaq OMX Iceland hf. og Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti við Háskóla Íslands er mjög mikilvægt til að bæta rekstur íslenskra fyrirtækja. 

Stjórn og stjórnendur Íslandsbanka hafa á undanförnum árum lagt áherslu á að efla og bæta ákvarðanatökuferli og stjórnarhætti innan bankans og er þessi viðurkenning ánægjuleg staðfesting á þeirri miklu vinnu sem fram hefur farið innan bankans. Markmið okkar er að rekstur bankans sé traustur og besta leiðin til þess er að viðhafa góða stjórnarhætti og heilbrigða viðskiptahætti. Þessi viðurkenning er staðfesting þess að við erum á réttri leið.“

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall