Íslandsbanki efstur á bankamarkaði í Íslensku ánægjuvoginni

03.03.2014

Íslandsbanki er efstur á bankamarkaði samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni sem nú er kynnt í 15. sinn. Íslenska ánægjuvogin er samstarfsverkefni nokkurra Evrópuþjóða um mælingar á ánægju viðskiptavina helstu fyrirtækja í nokkrum atvinnugreinum. Capacent Gallup, Samtök iðnaðarins og Stjórnvísi standa að mælingum hér á landi. Viðskiptavinir meta fyrirtæki út frá nokkrum þáttum sem tengjast ánægju þeirra, s.s. ímynd, þjónustugæðum og áhrif ánægju á tryggð þeirra við fyrirtæki.

Á undanförnum árum hefur Íslandsbanki lagt mikla áherslu á að efla þjónustu til viðskiptavina m.a. með því að kortleggja þá þjónustuþætti sem viðskiptavinir telja mikilvægasta og því er þessi viðurkenning góð áminning um hversu vel við erum að standa okkur.

Við leggum mikla áherslu á að vera í góðum samskiptum við viðskiptavini okkar og heimsóttum við nokkur hundruð fyrirtæki á árinu. Við héldum yfir 70 fundi sem yfir 3.000 manns sóttu og yfir 20.000 manns horfðu á fundina á netinu. Í ár var buðum við viðskiptavinum einnig að taka þátt í Rauðum dögum, við hlustuðum á viðskiptavini, við héldum þjónustufyrirlestra, við völdum þjónustuhetjur bankans og kynntum nýjungar á borð við Netspjallið ásamt mörgu öðru sem allt var liður í því að þjónusta viðskiptavininn betur.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri:

„Það er mikið ánægjuefni að Íslandsbanki sé fremstur á bankamarkaði í Ánægjuvoginni þar sem við höfum lagt áherslu á að vera númer eitt í þjónustu. Starfsfólk bankans hefur sýnt í verki að það býður góða þjónustu og viðskiptavinir okkar gefa okkur hæstu einkunn á bankamarkaði.“


Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall