Konur eru meðvitaðar um áhættu en ekki áhættufælnar

21.03.2014
Konur fjölmenntu á morgunfund um fjárfestingar kvenna á vegum NASDAQ OMX Iceland, VÍB, eignastýringaþjónustu Íslandsbanka, FKA og NASKAR Investment.

Fyrirlesari var Barbara Stewart er sérfræðingur í fjármálum og sjóðsstjóri hjá Cumberland Private Wealth Management í Torronto, Kanada og hún sagði konur ekki vera hræddar við áhættu, heldur væru þær meðvitaðar um hana. Konur fjárfesta mun minna en karlmenn í hlutabréfum í dag, en aðeins 30% fjárfesta í Kauphöll Íslands eru konur. Hingað til hafa karlmenn aðallega verið markhópur í hlutabréfaviðskiptum, en Stewart segir að konur séu óplægður akur á þessum markaði og að þeir sem átti sig fyrst á því og taki fyrsta skrefið til að virkja þennan markað að fullu muni standa mjög framarlega.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður FKA, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Páll Harðarson, forstjóri NASDAQ OMX Iceland og Kolbrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kjölfestu ræddu málin við Barböru í pallborði. Fundarstjóri var Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri hjá VÍB. Kristín Jóhannsdóttir, samskiptastjóri hjá NASDAQ OMX Iceland flutti opnunarerindi.

Barbara skrifar mikið um málefni sem snerta konur og fjármálalæsi. Þann 8. mars sl. var fjórða skýrsla hennar úr Rich Thinking seríunni gefin út. Hún skrifar reglulega pistla í tímarit, kemur mikið fram í fjölmiðlum og heldur erindi út um alla heim um málefni sem snerta konur, peninga og fjármálalæsi. Fyrir frekari upplýsingar um Barbara Stewart og Rich Thinking verkefnið hennar, smelltu hér. 

Fundurinn verður aðgengilegur á vef VÍB.

 

Myndabanki

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall