Almennt hlutafjárútboð Sjóvár

27.03.2014
Almennt útboð á 23% útgefinna hluta í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. („Sjóvá“) fer fram dagana 27. mars til 31. mars 2014 og stendur áskriftartímabil útboðsins frá kl. 10.00 þann 27. mars til kl. 16.00 þann 31. mars 2014.

Útboðið er opið fyrir bæði almenna fjárfesta og fagfjárfesta og skiptist í tvær tilboðsbækur, A og B. Tilboðsbækurnar eru ólíkar hvað varðar verðlagningu, stærð áskrifta og úthlutunarreglur.

Í tilboðsbók A geta fjárfestar skráð sig fyrir áskriftum að kaupverði kr. 100.000 til kr. 10.000.000. Áskriftirnar geta verið á verðbilinu kr. 10,7 til 11,9 á hlut.

Í tilboðsbók B óska seljendur eftir tilboðum frá fjárfestum sem skulu vera að lágmarki kr. 10.000.001 að kaupverði og að hámarki í 9,99% eignarhlut í félaginu. Áskriftir í tilboðsbók B geta að lágmarki verið á verðinu kr. 11,9 á hlut.

Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. hefur umsjón með almennu útboði og töku á hlutum Sjóvár til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. er enn fremur söluaðili tilboðsbóka A og B. Verðbréfamiðlun Íslandsbanka hf. er annar söluaðili tilboðsbókar B.

Skráning áskrifta
Áskriftum skal skilað í gegnum sérstakan rafrænan áskriftarvef Íslandsbanka sem aðgengilegur verður fjárfestum á vef Íslandsbanka, www.islandsbanki.is, við upphaf útboðsins og hér.
Fjárfestar eru minntir á að kaup á hlutabréfum eru í eðli sínu áhættufjárfesting og að þátttaka í útboðinu er skuldbindandi.

Úthlutun og skerðing áskrifta
Komi til þess að áskriftir sem borist hafa jafngildi fleiri hlutum en þeim sem boðnir eru til sölu í útboðinu kemur til skerðingar á áskriftum og verður úthlutun í höndum úthlutunarnefndar.

Nánari upplýsingar
Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér upplýsingar um Sjóvá og skilmála almenna útboðsins í lýsingu Sjóvár, dagsettri 11. mars 2014, sem aðgengileg er á vefsíðu félagsins, www.sjova.is/fjarfestar.

VÍB – Eignastýringarþjónusta Íslandsbanka mun veita upplýsingar í tengslum við útboðið sem og tæknilegar upplýsingar er varða áskriftarvefinn. Upplýsingar verða veittar í síma 440 4900 og í gegnum netfangið vib@vib.is milli klukkan 09.00 og 17.00 meðan á áskriftartímabili stendur.

Hér má sjá upptöku frá opnum fundi VÍB í Hörpu um skráningu Sjóvár í kauphöll NASDAQ OMX Iceland.

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár kynnti félagið og með honum í panel voru Þórður Pálsson, forstöðumaður fjárfestinga hjá Sjóvá, Ólafur Njáll Sigurðsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Sjóvá, Fanney Birna Jónsdóttir, fréttastjóri viðskiptafrétta hjá 365 miðlum og ritstjóri Markaðarins og Hrafn Árnason, forstöðumaður stýringar eigna hjá Íslandssjóðum.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall