Fyrsta skuldabréfaútgáfa Íslandsbanka í evrum að upphæð 100 milljónir evra

07.05.2014 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út skuldabréf að upphæð 100 milljónir evra (15,6 milljarðar króna), sem er fyrsta erlenda útgáfa bankans í evrum. Skuldabréfið er til tveggja ára og ber 3% fasta vexti. Stefnt er að skráningu skuldabréfanna í Kauphöllina á Írlandi þann 16. maí 2014. 

 Útgáfan er gefin út undir Global Medium Term Notes (GMTN) útgáfuramma bankans sem gefur Íslandsbanka færi á að gefa út skuldabréf í mismunandi myntum á föstum og fljótandi vöxtum. Fyrir útgáfuna hafði bankinn stækkað útgáfurammann í USD 275m úr USD 250m. Grunnlýsingu GMTN rammans ásamt viðaukum má finna á vefsíðu fjárfestatengsla www.islandsbanki/fjárfestatengsl. 

Umsjónaraðili útboðsins var Deutsche Bank AG. 

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka: 

"Skuldabréfaútgáfa í evrum markar tímamót fyrir okkur. Þessi útgáfa að upphæð 100 milljónum evra kemur í kjölfar birtingar á lánshæfismati frá Standard & Poor's sem gaf Íslandsbanka BB+/B. Þá lauk Íslandsbanki skuldabréfaútgáfu í sænskum krónum í lok síðasta árs sem var svo stækkuð í mars síðastliðnum. 

Það er ánægjulegt að sjá að kjörin fara batnandi sem endurspeglar traust fjárfesta til Íslandsbanka og á því uppbyggingarstarfi sem hefur skilað okkur öflugum og ábyrgum banka. Kjarnastarfsemin er að skila stöðugum og jöfnum tekjum, endurskipulagningu er nánast lokið og eiginfjár- og lausafjárstaða bankans er góð.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall