Íslandsbanki gefur út nýja skýrslu um sjávarútveg í Norður-Ameríku

07.05.2014

Íslandsbanki gefur út nýja skýrslu um sjávarútveg í Norður-Ameríku í tengslum við sjávarútvegssýninguna í Brussel sem fer fram dagana 6. – 8. maí. Skýrslunni er dreift á sýningunni, auk þess sem hún er aðgengileg á heimasíðu Íslandsbanka. Skýrslan er unnin af sjávarútvegsteymi Íslandsbanka og fjallar um sjávarútveginn í Norður-Ameríku í máli og myndum. Sjávarútvegur í Bandaríkjunum og Kanada er skoðaður með það fyrir augum að gefa greinargóða mynd á framvindu, helstu áhrifaþætti og viðskipti þessara mikilvægu sjávarútvegsmarkaða.

Bandaríkin eru einn mikilvægasti neytendamarkaður sjávarafurða í heimi

Meðal þess sem fjallað er um í skýrslunni eru veiðar í Bandaríkjunum og Kanada, útflutningur sjávarafurða, helstu fisktegundir hvors lands fyrir sig og að lokum er fjallað um fiskeldi þessara tveggja þjóða. Í skýrslunni kemur fram að Bandaríkin veiði um 4,2 milljón tonn af fiski og er þriðja stærsta fiskveiði þjóð heims. Bandaríkin búa einnig yfir einum umfangsmesta og mikilvægasta neytendamarkaði fyrir sjávarafurðir í heimi. Mest veidda tegund Bandaríkjanna er ufsi sem samsvarar um 31% af heildarveiði þjóðarinnar. Verðmætasta tegund Bandaríkjanna er krabbi.

Kanada veiðir um 800.000 tonn árlega og er níunda stærsti útflutningsaðili sjávarafurða í heimi. Mest er veitt af rækju og síld en verðmætasta tegund Kanada er humar. Fiskeldi í Kanada hefur farið ört vaxandi undanfarið. Eldi á laxi í Kanada er það fjórða stærsta á heimsvísu á eftir Noregi, Síle og Skotlandi.

Sjávarútvegsteymi Íslandsbanka

Hjá Íslandsbanka starfar hópur sérfræðinga með mikla þekkingu á sjávarútvegi. Hópurinn er hluti af fyrirtækjasviði og er ábyrgur fyrir samskiptum og þjónustu við innlend og erlend sjávarútvegsfyrirtæki ásamt útgáfu greiningarefnis um sjávarútveg víða um heim.

Íslandsbanki býður alhliða bankaþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki með hagsmuni viðskiptavina og samfélagsins í heild að leiðarljósi.

Utan Íslands byggir Íslandsbanki fyrst og fremst á þeirri sérþekkingu og viðskiptasamböndum sem bankinn býr yfir í sjávarútvegi og orkuiðnaði. Bankinn hefur staðið að útgáfum á skýrslum og greiningarefni í tengslum við þessar megin atvinnugreinar frá árinu 2003 við góðan orðstír. Nýverið hefur bankinn einnig mótað stefnu á alþjóðavettvangi með sérstaka áherslu á Norður Atlantshafssvæðið.

Hægt er að nálgast skýrsluna um sjávarútveg í Norður-Ameríku á heimasíðu Íslandsbanka, www.islandsbanki.is/sjavarutvegur. Þar er einnig hægt að finna áður útgefnar skýrslur.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall