Íslandsbanki óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra VÍB – Eignastýringarsviðs Íslandsbanka.

09.05.2014 - Fréttir Verðbréfaþjónustu
Íslandsbanki óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra VÍB – Eignastýringarsviðs Íslandsbanka.

VÍB þjónar sparifjáreigendum, almennum fjárfestum sem og fagfjárfestum á sviði eignastýringar, verðbréfaviðskipta og lífeyrismála, með fagmennsku að leiðarljósi. VÍB er leiðandi í fræðslumálum og heldur fræðslufundi reglulega og námskeið á netinu.

Framkvæmdastjóri Eignastýringar heyrir undir bankastjóra og á sæti í framkvæmdastjórn bankans.

Helstu verkefni:
  • Dagleg stjórnun og rekstur sviðsins
  • Stefnumótun, áætlanagerð og markmiðasetning ásamt eftirfylgni
  • Þróun og öflun viðskipta
  • Tengsl við viðskiptavini og erlenda samstarfsaðila s.s. Vanguard, BlackRock og DNB

Hæfniskröfur:
  • Leiðtoga- og stjórnunarhæfni
  • Rekstrar- og stjórnunarreynsla
  • Góð þekking á innlendum og erlendum mörkuðum
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi

Hjá Íslandsbanka starfa um 1.000 starfsmenn. Við sækjumst eftir starfsfólki sem er jákvætt, faglegt og framsýnt og leitar ávallt bestu lausna fyrir viðskiptavini bankans. Framtíðarsýn Íslandsbanka er að vera númer eitt í þjónustu.

Nánari upplýsingar fást á vef Íslandsbanka.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall