Staðan á íbúðamarkaði markar endurreisn

15.05.2014

Staðan á íbúðamarkaði markar endurreisn en hann hefur náð sér næstum að fullu frá 2008 samkvæmt skýrslu Reykjavík Economics sem Íslandsbanki lét vinna fyrir sig.  Byggingariðnaðurinn hefur tekið við sér og er mikið um íbúðir í smíðum og nýjar íbúðir seljast ágætlega samkvæmt skýrslunni. Þar segir að þó að íbúðamarkaðinn sé í jafnvægi m.v. hlutfall íbúðaverðs og launa séu allar líkur til þess að íbúðaverð hækki meira á þessu ári. Þar komi til skýringar eins og væntingar um aukin kaupmátt, stöðugt verðlag og svipað vaxtastig. Einnig megi nefna framboðstakmarkanir á nýbyggðu íbúðarhúsnæði en ætla megi að framboð aukist verulega á næstu 24 mánuðum. Þetta kom fram á fjölmennum fundi Íslandsbanka um horfur á húsnæðismarkaði.

Verðþróun eftir hverfum

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu tók vel við sér á árinu 2013 og hækkaði um 6,8% að nafnverði en um tæplega 8% í fjölbýli að því er fram kemur í skýrslunni. Í Grandahverfi í vesturbæ Reykjavíkur hækkaði íbúðaverð um 13% á árinu 2013 og um sömu hlutfallstölu í Fossvoginum (í Löndunum) samkvæmt skýrslu Reykjavík Economics. Hæsta verð á fermetra var, eins og undanfarin ár, í miðborg Reykjavíkur (innan Hringbrautar og Snorrabrautar), eða 336 þúsund krónur. Rétt er að hafa í huga að þetta er meðaltal og að eignir eru mjög ólíkar í miðbæ Reykjavíkur. Næst dýrasti fermetrinn á höfuðborgarsvæðinu var í Sjálandshverfinu í Garðabæ, eða 318 þúsund krónur að meðaltali. Næsthæsta verðið utan Reykjavíkur er í Akralandinu í Garðabæ, sem er nokkurn veginn á pari við Seltjarnarnes.

Hækkun íbúðaverðs aðeins meiri en kaupmáttaraukning

Í skýrslu Reykjavík Economics segir að þegar horft sé til hækkunar raunverðs, þ.e.a.s. hækkunar umfram verðbólgu, komi í ljós að samkvæmt vísitölu íbúðaverðs Þjóðskrár Íslands hækkuðu íbúðir á höfuðborgarsvæðinu að jafnaði um 2,6% á árinu 2013. Markaðurinn hafi tekið vel við sér í byrjun árs 2014 en frá mars 2013 til mars 2014 hafi verð hækkað um 8,7% að raungildi og hafi 12 mánaða raunhækkun ekki verið hærri frá því í október 2007 þegar verð á íbúðamarkaði hækkaði um 11,7% að raungildi. Það var á hátindi húsnæðisbólunnar. Raunárshækkunin hafi reyndar verið svipuð síðasta ársfjórðunginn á árinu 2007.

Í skýrslunni kemur fram að í dag sé hækkunin aðeins meiri en kaupmáttaraukning og sé það áhyggjuefni. Hlutfall launa og íbúðaverðs er í jafnvægi m.v. 20 ára meðaltal og því má álykta að raunhækkunin sé drifin áfram af auknum kaupmætti en ekki bólumyndun, eins og á árunum 2004 til 2007. M.v. vísitölu raunverðs íbúðarhúsnæðis er íbúðaverð svipað í febrúar 2014 og í nóvember 2004, sem markaði upphaf síðustu fasteignabólu. 

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall