Hafnarfjarðarbær og Íslandsbanki semja um endurfjármögnun sveitarfélagsins

22.05.2014

Í dag var gengið frá endurfjármögnun Hafnarfjarðarbæjar með undirritun lánssamninga Íslandsbanka og sveitarfélagsins. Auk þess gaf sveitarfélagið út nýjan skuldabréfaflokk sem er hluti af endurfjármögnuninni.

Undanfarin misseri hefur staðið yfir undirbúningur að endurfjármögnun sveitarfélagsins og hefur mikil vinna verið lögð í að finna hagkvæmustu lausnina. 

Eftir endurfjármögnunina verða erlendar skuldir sveitarfélagsins óverulegar og gjaldeyrisáhætta því ekki lengur áhættuþáttur í rekstri sveitarfélagsins. Auk þess lækkar greiðslubyrði lána sveitarfélagsins og styrkir það rekstur þess.

H.F. Verðbréf veittu sveitarfélaginu ráðgjöf við endurfjármögnunina.

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar:

„Á kjörtímabilinu hefur núverandi meirihluti Vinstri grænna og Samfylkingar unnið að endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins og hefur sú vinna verið lykillinn að þeirri endurfjármögnun sem nú er lokið. Íslandsbanki hefur verið viðskiptabanki sveitarfélagsins frá árinu 2012 og hefur samstarf okkar verið afar farsælt allt frá byrjun og nú sýnir bankinn enn einu sinni hversu öflugur hann er.“

Vilhelm Már Þorsteinsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Íslandsbanka:

„Við erum afar ánægð með að taka þátt í endurfjármögnun Hafnarfjarðarbæjar og það er trú okkar að hún muni styrkja sveitarfélagið til framtíðar. Íslandsbanki er með öflugt útibúi í miðbæ Hafnarfjarðar og hefur stutt vel við samfélagið þar. Við hlökkum til aukins samstarfs við Hafnarfjarðarbæ en Íslandsbanki er vel í stakk búinn til að styðja við umsvifamikinn rekstur sveitarfélagsins.“

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall