Fjármál og HM í fótbolta

11.06.2014

VÍB og Fótbolti.net héldu í vor fund undir yfirskriftinni Fjármál í fótbolta. Yfir 3.000 manns fylgdust með fundinum og kemur áhuginn ekki á óvart þegar litið er til þeirra fjármuna sem nú eru í boltanum og mikilvægis þeirra.

Heimsmeistaramótið í Brasilíu í sumar er þar engin undantekning. Á meðan sjónvarpsáhorfendur um allan heim fylgjast spenntir með átökunum á vellinum flæða gríðarlegir fjármunir til og frá hagsmunaaðilum í tengslum við mótið. Viðskiptin falla skiljanlega í skuggann á mörkunum, söngvunum og grillveislunum, en þar er þó margt stórmerkilegt að finna.

VÍB ætlar að kafa ofan í kjölinn á þessum málum næstu vikurnar. Fær sigurþjóðin í alvöru fjóra milljarða króna í verðlaunafé? Hversu mikils virði er gullið í heimsmeistarabikarnum? Hvað kostar að vera opinber styrktaraðili og hver fær peningana? 

Á VIB.is er búið að setja upp sérstaka HM síðu þar sem allir þessir þættir verða kryfjaðir til mergjar. Svo er bara að fylgjast með á Facebook-síðu VÍB og á Twitter með merkinu #VIBfotbolti

Smelltu hér til að skoða HM síðuna.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall