Skálmöld í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka

24.06.2014
Skálmöld tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka
Skálmöld tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka

Hinir geysivinsælu og geðþekku rokkarar í Skálmöld verða fulltrúar Íslandsbanka í Reykjavíkurmaraþoninu í ár. Rétt eins og Pétur Jóhann Sigfússon gerði í fyrra ætla þessir skemmtilegu þungarokkarar að taka sumarið með trompi og við fáum að fylgjast með undirbúningnum, en þar gengur á ýmsu enda menn í misgóðu formi. Facebook-síðan „Maraþonmennirnir“ verður miðpunktur athyglinnar en þar verður hægt að fylgjast með framgangi og æfingum þeirra félaga.

Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er hafin á Marathon.is og áheitasöfnun er hafin sömuleiðis á Hlaupastyrkur.is. Í fyrra söfnuðust rúmlega 72 milljónir sem runnu til góðra málefna.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:

„Við hjá Íslandsbanka erum hæstánægð að fá þessa frábæru hljómsveit í lið með okkur til þess að vekja athygli á maraþoninu og áheitasöfnuninni. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er einn stærsti fjölskylduviðburður ársins þar sem allir geta fundið vegalengd við sitt hæfi og lagt góðu málefni lið  í leiðinni. Ég hlakka til að fylgjast með æfingum og undirbúningi þeirra Skálmaldarmanna.“

Hljómsveitin Skálmöld:

„Þegar okkur stóð til boða að leggja þessu verkefni lið var ekki annað hægt en að taka áskoruninni.  Það er ekki laust við að menn séu í senn spenntir en um leið fullir örvæntingar enda er form hljómsveitarmanna misjafnt. En eitt er víst;  Reykavíkurmaraþon Íslandsbanka mun rokka í ár“.

Sjá nánar:

Facebooksíða Maraþonmanna

Maraþon.is

Hlaupastyrkur.is

 

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall