Góð skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

08.07.2014
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2014 fer fram laugardaginn 23.ágúst í 31.sinn. Skráning í hlaupið er í fullum gangi og hafa nú þegar 6.295 skráð sig. Á sama tíma í fyrra voru 5.884 skráðir til þátttöku og því fjölgun í skráningum 7% milli ára.

Hægt er að velja á milli sex vegalengda og því ættu allir aldurshópar og getustig að finna eitthvað við sitt hæfi:

Maraþon (42,2 km)
Hálfmaraþon (21,1 km)
Boðhlaup (2-4 saman í liði hlaupa samtals 42,2 km)
10 km hlaup
3 km skemmtiskokk
Latabæjarhlaup (fyrir 8 ára og yngri)

Flestir eru skráðir í 10 km hlaupið eða 3.198 og næst flestir í hálft maraþon, 1.621 hlauparar. Töluvert fleiri konur hafa skráð sig til þátttöku en karlar en þær eru 60% af skráðum þátttakendum.

Fjölmargir erlendir hlauparar koma til landsins ár hvert til að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Í dag hafa 1.686 erlendir þátttakendur skráð sig til þátttöku og eru flestir þeirra frá Bandaríkjunum eða 350 manns. Skráðir Bretar eru 324 talsins og Þjóðverjar 174. Þá eru 143 Kanadamenn, 97 Norðmenn og 76 Svíar einnig skráðir.

Líkt og undanfarin ár fer fram áheitasöfnun í tengslum við hlaupið á vefnum hlaupastyrkur.is. 

Söfnunin í ár er nýhafin og hafa þegar safnast rúmar þrjár milljónir til góðra málefna. Í fyrra var slegið met í áheitasöfnuninni þegar 72,5 milljónir króna söfnuðust til góðgerðamála. 

Allar nánari upplýsingar um Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka má finna á vefnum marathon.is en þar fer einnig fram skráning í hlaupið.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall