Elín Jónsdóttir ráðin framkvæmdastjóri VÍB

09.07.2014
Elín Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka og tekur þar með sæti í framkvæmdastjórn Íslandsbanka.

Elín er lögfræðingur að mennt með cand. jur próf frá Háskóla Íslands og LL.M. gráðu frá Duke háskóla í Bandaríkjunum. Hún hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. 

Elín hefur víðtæka reynslu af fjármálamarkaði. Hún hefur verið stjórnarformaður Tryggingarmiðstöðvarinnar frá því 2012. Hún var forstjóri Bankasýslunnar frá 2009 til 2011. Þá var hún framkvæmdastjóri verðbréfafyrirtækisins Arev frá 2005 til 2009 og lögfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu frá 2001 til 2005. Þar áður starfaði hún m.a. við lagadeild Duke háskóla, hjá Oz hugbúnaðarfyrirtæki og Héraðsdómi Reykjavíkur.

Elín hefur setið stjórnum allnokkurra fyrirtækja auk Tryggingarmiðstöðvarinnar og má þar nefna, Icelandair, Promens, Reginn og Eyrir Invest. 

Elín tekur við starfi framkvæmdastjóra VÍB af Stefáni Sigurðssyni sem nýlega var ráðinn forstjóri Vodafone.

Elín Jónsdóttir er gift Magnúsi Gottfreðssyni lækni og eiga þau tvö börn.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall