Íslandsbanki hefur opnað sjálfsafgreiðslu í Kringlunni

12.07.2014
Afgreiðslu Íslandsbanka í Kringlunni hefur verið breytt í sjálfsafgreiðslu með nýjum og öflugum hraðbönkum sem gera viðskiptavinum sjálfum kleift að sinna helstu bankaviðskiptum. 

Sjálfsafgreiðslan í Kringlunni er í takt við stefnu bankans um að bæta enn frekar sjálfsafgreiðslumöguleika fyrir viðskiptavinir og auka þannig hagræði. Viðskiptavinir Íslandsbanka geta í dag einnig sinnt helstu bankaviðskiptum í Netbankanum og Íslandsbanka Appinu.

Sjálfsafgreiðslan verður á 1. hæð Kringlunnar og þar eru hraðbankar þar sem viðskiptavinir geta tekið út peninga, lagt inn á reikninga, millifært milli reikninga, skoðað stöðu, greitt reikninga, og fyllt á GSM Frelsi. Þá verður mynttalningarvél og viðskiptavinatölva fyrir viðskiptavini en í gegnum Netbanka Íslandsbanka er hægt að framkvæma flestar aðgerðir í bankaþjónustu. Við útibúið verða skjáir þar sem viðskiptavinir geta nálgast leiðbeiningar fyrir sjálfsafgreiðsluna.

Afgreiðslutími sjálfsafgreiðslunnar er sá sami sami og Kringlunnar. Tveir starfsmenn Íslandsbanka verða á staðnum til að kynna notkunarmöguleika sjálfsafgreiðslunnar og aðstoða eftir þörfum. Breytingarnar hafa engin áhrif á reiknings- né bankanúmer viðskiptavina.

Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka:

„Þessar breytingar endurspegla þá stefnu okkar að auka hagkvæmni og einfalda þjónustuna en sjálfsafgreiðsla er í auknum mæli orðin sú þjónustuleið sem viðskiptavinir kjósa þegar kemur að einföldustu færsluaðgerðum. Við teljum Kringluna vera mjög góðan stað til að bjóða sjálfsafgreiðslu þar sem mikill meirihluti viðskiptavina sækir gjaldkeraþjónustu sem hægt er að sinna með sjálfsafgreiðslu.“

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall