Um 100 starfsmenn Íslandsbanka tóku þátt í „Við bjóðum hjálparhönd“ í fyrra

17.07.2014
Íslandsbanki býður starfsmönnum að leggja sitt af mörkum til góðgerðarmála og geta starfsmenn bankans varið einum vinnudegi á ári í þágu góðs málefnis. Með þessu móti vill bankinn rétta samfélagsverkefnum á borð við góðgerðarfélög, mannúðarsamtök, björgunarsveitir og ýmis önnur góð málefni um land allt hjálparhönd.

Um 100 starfsmann bankans veittu hjálparhönd á árinu 2013 og létu gott af sér leiða í yfir 500 vinnustundir. Starfsmenn unnu fjölbreytt störf fyrir góð málefni, m.a. við hreinsun almenningssvæða, gróðursetningu, aðstoð við matarúthlutun. Verkefnið hefur stuðlað að aukinni liðsheild og samfélagsvitund meðal starfsmanna.

Íslandsbanki hefur veitt góðum málefnum lið í gegnum verkefnið „Við bjóðum hjálparhönd“ undanfarin tvö ár og hefur verkefninu verið vel tekið. Góðgerðarsamtök sem hafa notið góðs af starfsmönnum Íslandsbanka eru til að mynda Mæðrastyrksnefnd, Rauði krossinn, Hjálparstofnun kirkjunnar, Samhjálp, Sólheimar í Grímsnesi, Skógræktin og ABC barnahjálp.

Félagasamtökum, sem hafa áhuga á samstarfi við Íslandsbanka, er bent á að hafa samband með tölvupósti á hjalparhond@islandsbanki.is.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall