Stærsti dagur ársins

01.08.2014

Það verður nóg um að vera í útibúum og þjónustuveri Íslandsbanka í dag. 1. ágúst er alla jafna stærsti dagur ársins enda er stærsta ferðahelgi ársins framundan og viðskiptavinir fá greiddar vaxtabætur. Þegar þetta er ritað hefur þjónustuverið svarað um 1100 símtölum og biðröð var fyrir utan mörg útibú þegar opnað var klukkan 9 í morgun.

Á Kirkjusandi var ákveðið að taka á móti öllum með þjóðhátíðarstemningu.

"Við búumst við um 1000 manns í útibúið í dag. Við ákváðum að taka þetta bara á léttleikanum, klæða alla í "lopapeysu" og bjóða upp á kaffi og kleinur," segir Björn Sveinsson útibússtjóri. "Viðskiptavinir hafa tekið mjög vel í þetta uppátæki hjá okkur."

Í Vestmannaeyjum er hins vegar annar póll tekinn í hæðina. Þar lokar útibúið skömmu eftir hádegi.

"Þetta er hefð sem við höfum haldið í gegn um árin," segir Sigurður Friðriksson, viðskiptastjóri einstaklinga í Vestmannaeyjum. "Þjóðhátíðin er sett í Dalnum klukkan 14 í dag. Þangað mæta allir bæjarbúar"

Við óskum öllum gleðilegrar verslunarmannahelgar.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall