Þúsundir hlaupa til góðs

13.08.2014

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2014 fer fram laugardaginn 23.ágúst næstkomandi. Nú þegar tíu dagar eru í hlaup hafa safnast um 27 milljónir til góðra málefna á áheitavef hlaupsins, hlaupastyrkur.is. Heildar upphæðin er 15% hærri en sú sem hafði safnast á sama tíma í fyrra.

Þrjú þúsund þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eru að safna áheitum á hlaupastyrkur.is. Rúmlega 700 manns hafa safnað 10 þúsund krónum eða meira og 28 hafa safnað 100 þúsund krónum eða meira.

Ekki er ólíklegt að áheitahlaupurum fjölgi næstu daga enda skráning í hlaupið ennþá í fullum gangi á marathon.is. Allir skráðir hlauparar geta valið að hlaupa til góðs og ættu flestir að geta fundið málefni sem stendur hjarta þeirra næst því 164 góðgerðafélög eru skráð til þátttöku í söfnuninni.

Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram á vefnum Marathon.is

Áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka fer fram á vefnum: hlaupastyrkur.is/

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall