Upptaka frá fundi VÍB um arðsemi orkuútflutnings

10.09.2014 - Fréttir Verðbréfaþjónustu

Í gær hélt VÍB áhugaverðan fund um arðsemi útflutnings orku frá Íslandi. Ola Borten Moe, fyrrverandi orkumálaráðherra Noregs, hélt framsögu um reynslu Norðmanna í þeim efnum og greindi Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra frá stöðu mála hér heima. Fundarstjórn var í höndum Elínar Jónsdóttur, framkvæmdastjóra VÍB.

Að lokinni framsögu Ola Borten hófust pallborðsumræður en í pallborði sátu, auk Ola Borten og Ragnheiðar Elínar þeir Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar og Ketill Sigurjónsson framkvæmdastjóri Askja Energy Partners. Hjörtur Þór Steindórsson forstöðumaður í orkuteymi Íslandsbanka stýrði umræðum.

Um 170 manns fyldust með fundinum í Norðurljósasal Hörpu og tæplega 1.700 manns fylgdust með beinni útsendingu á vib.is og visir.is.

Smelltu hér til að horfa á upptöku frá fundinum.

Eins og áður segir var Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, þátttakandi í pallborðsumræðum. Við hittum Ragnheiði Elínu eftir fundinn og spurðum hana m.a. annars um hvort lagning sæstrengs sé raunhæf framkvæmd.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall