Íslandsbanki auðveldar ungu fólki íbúðarkaup

11.09.2014

Það getur reynst erfitt fyrir þá sem eru að fjárfesta í sinni fyrstu íbúð að safna fyrir útborgun. Íslandsbanki hefur því ákveðið að bjóða upp á sérstakt aukalán fyrir þá sem að kaupa fasteign í fyrsta skipti. Hámarksfjárhæð lánsins er 1,5 milljón króna en þó að hámarki 90% af kaupverði íbúðarhúsnæðis.

Lánið kemur þá til viðbótar við hefðbundna húsnæðis-fjármögnun sem er 80% af kaupverði. Hámarkslánstími er 10 ár og er hægt að velja um jafnar afborganir eða jafnar greiðslur. Lánið ber breytilega óverðtryggða kjörvexti skuldabréfalána samkvæmt vaxtatöflu bankans hverju sinni og ekkert uppgreiðslugjald er af láninu. Samhliða þessu hefur Íslandsbanki ákveðið að veita helmingsafslátt af lántökugjöldum vegna kaupa á fyrsta íbúðarhúsnæðinu fram að áramótum.

Dæmi um fjármögnun á fyrstu íbúð miðað við 22 milljón kr. kaupverð


Sparnaður fyrir útborgun

Ríkisstjórnin kynnti nýlega aðgerðir varðandi ráðstöfun iðgjalda séreignarsparnaðar. Samkvæmt þeim er heimilt að ráðstafa iðgjöldum séreignarsparnaðar til kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota. Heimilt er að fresta kaupunum á íbúðarhúsnæði til 30. júní 2019. 

Íslandsbanki býður einnig upp á sérstakan húsnæðissparnað. Reikningurinn er ætlaður fyrir einstaklinga á aldrinum 15-35 ára og hentar vel sem framhald af sparnaði á Framtíðarreikning. Hægt er að velja um bæði verðtryggðan og óverðtryggðan reikning og bera báðir reikningarnir hæstu vexti á almennum innlánsreikningum bankans. Sé sparnaðurinn nýttur til kaupa á húsnæði og húsnæðislán tekið hjá Íslandsbanka býður bankinn 50% afslátt af lántökugjöldum og frítt greiðslumat.

Ráðgjafar okkar í húsnæðisþjónustu hafa víðtæka reynslu og góðan skilning á aðstæðum ungra fasteignakaupenda. Að kaupa húsnæði er stór ákvörðun og hvetur Íslandsbanki hvetur ungt fólk að setjast niður með ráðgjafa í húsnæðisþjónustu til að vega og meta alla kosti í stöðunni.

Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs:

„Með því að bjóða upp á þennan kost erum við að koma til móts við stóran hóp ungs fólks sem hefur hingað til ekki getað keypt sér íbúð. Í mörgum tilvikum er greiðslugetan góð en vantað getur upp á útborgunina. Með aðgerðum ríkisins sem að bjóða fólki að nýta séreignasparnað til útborgunar í íbúðarkaupum og þessu láni hafa verið tekin skref í þá átt að auðvelda ungu fólki að eignast sína fyrstu íbúð.“

Smelltu hér til að kynna þér lán til fyrstu kaupa.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall