Nýr framkvæmdastjóri Viðskipta og þróunar hjá Íslandsbanka

24.09.2014

Björgvin Ingi Ólafsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Viðskipta og þróunar hjá Íslandsbanka. Um er að ræða nýtt svið sem var sett á fót í samræmi við stefnuáherslur bankans. Undir  hið nýja svið heyra sölumál, viðskiptagreining, netviðskipti, þjónusta, markaðsmál og viðskiptaþróun.  Að auki hefur sviðið yfirumsjón með stefnu bankans og innleiðingu hennar. 

 

Björgvin Ingi kemur til Íslandsbanka frá Meniga þar sem hann var fjármálastjóri um tíma en þar áður starfaði hann um tveggja ára skeið hjá ráðgjafarfyrirtækinu McKinsey & Company. Björgvin Ingi hefur að auki víðtæka reynslu af bankastarfsemi og var m.a. starfsmaður Íslandsbanka frá 2000-2005. Björgvin Ingi er með MBA gráðu frá Kellogg School of Management og B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands. 

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall