VÍB hvetur til lesturs fjármálabóka

10.10.2014 - Fréttir Verðbréfaþjónustu

VÍB tekur þátt í Allir lesa - landsleikur í lestri en markmiðið er að auka lestur, óháð tegund bókmennta eða formi þeirra. Það eru Miðstöð íslenskra bókmennta og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO sem standa að leiknum. Þátttakendur skrá lestur sinn í lestrardagbók á vefnum www.allirlesa.is og taka svo þátt í liðakeppni.  Leikurinn stendur til 16. nóvember. 

VÍB leggur sitt lóð á vogaskálarnar með lista yfir fjármálabækur sem áhugavert fólk úr öllum áttum mælir sérstaklega með. Hér má sjá þennan lista  en þar er meðal annars að finna Gylfa Magnússon,  dósent við Háskóla Íslands, Heiðar Má Guðjónsson, hagfræðing og fjárfesti, Magnús Halldórsson, blaðamann á Kjarnanum, Oddnýju G. Harðardóttur, alþingiskonu, Ólaf Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, Sigríði Benediktsdóttur, framkvæmdastjóra fjármálastöðugleikasviðs SÍ og Þorbjörn Þórðarson, fréttamann á Stöð 2. 

Bækurnar eru fjölbreyttar og fjalla um allt frá fræðibókum að áhugaverðum frásögnum úr viðskiptalífinu. 

Myndabanki

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall