60.000 manns séð 200 fundi VÍB

16.10.2014 - Fréttir Verðbréfaþjónustu
Frá því að nafn VÍB var tekið upp að nýju árið 2011 hafa 200 viðburðir verið haldnir. Um 60.000 manns hafa sótt þessa fundi eða horft á þá á netinu, sem jafngildir því að um 300 manns hafi fylgst með hverjum viðburði. VÍB hefur byggt orðspor sitt á fagmennsku og fræðslu. Í gegnum fræðslufundi hefur VÍB lagt áherslu á faglega umræðu um fjárfestingar og efnahagsmál. Dæmi um verkefni sem VÍB hefur tekið þátt í er t.d. námskeiðaröð með Opna háskólanum í HR, samstarf með Kauphöllinni og FKA, Félagi kvenna í atvinnulífinu, og samstarf við Landssamband eldri borgara. Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri, hefur t.a.m. haldið 51 erindi um fjármál við starfslok og hafa um 4.500 manns mætt á þá fundi eða séð þá á netinu.

Flest þessara námskeiða hafa nær eingöngu verið auglýst á samfélagsmiðlum en tæp 4.000 manns eru fylgjendur VÍB á facebook. Hér má sjá fræðsludagskrá VÍB.

Myndabanki

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall