Íslandsbanki endurfjármagnar Reiti fasteignafélag

23.10.2014
Íslandsbanki og Reitir fasteignafélag hafa gengið frá samningum um nýja lánveitingu til félagsins að fjárhæð 11 milljarðar króna. Lánveitingin er nýtt til lokagreiðslu tveggja lána við Hypothekenbank Frankfurt AG. Uppgreiðsla lánanna er fyrsti liður í heildarendurfjármögnun Reita. 

Í júní 2013 var undirrituð viljayfirlýsing um kaup Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, Gildis lífeyrissjóðs og Eignastýringar fagfjárfesta hjá Arion banka á nýju hlutafé í Reitum að fjárhæð 12 milljarðar króna og nýjum verðtryggðum skuldabréfaflokki útgefnum af félaginu að fjárhæð 25 milljarðar króna. Á sama tíma var gert samkomulag við Íslandsbanka um allt að 14 milljarða lánveitingu til félagsins. Heildarfjármögnun Íslandsbanka gagnvart Reitum verður því um 25 milljarðar þegar endurfjármögnun félagsins er lokið. Um er að ræða hagstæðari kjör en er á núverandi fjármögnun félagsins. 

Stefnt er að því að heildarendur¬fjár¬mögnun Reita verði lokið fyrir árslok 2014. Horft er til þess að skrá hlutafé félagsins á Nasdaq OMX á Íslandi fyrrihluta ársins 2015, ef framangreindar forsendur ganga eftir.

Reitir fasteignafélag er stærsta þjónustufyrirtæki landsins á sviði útleigu á atvinnuhúsnæði. Fasteignasafn Reita samanstendur af um 410,000 fermetrum í 130 fasteignum. Meðal þekktra fasteigna má nefna Kringluna, Hótel Hilton, Kauphallarhúsið, Holtagarða og nokkrar af perlum íslenskrar byggingarsögu í miðbæ Reykjavíkur. 

Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita: 

„Við hjá Reitum erum afar ánægð með þá niðurstöðu sem fengin er í endurfjármögnun félagsins og hlökkum til samstarfsins við Íslandsbanka. Það er mikilvægt fyrir alla hlutaðeigandi aðila, hvort sem eru eigendur, viðskiptavinir, starfsfólk eða samkeppnisaðilar, að stærsta fasteignafélag landsins sé virkur þáttakandi á markaði með atvinnuhúsnæði. Rekstur Reita hefur gengið vel undanfarin ár og mikil reynsla og þekking er til staðar hjá félaginu hvað varðar daglega starfsemi þess. Félagið sjálft og innviðir þess er því vel undirbúið undir skráningu. Stjórnarhættir hafa farið í gegnum gagngera endurskoðun og þeir aðlagaðir eftir þörfum að kröfum sem gerðar eru til skráðra félaga. Þá hafa allir helstu verkþættir verið skráðir og áhættugreiningar unnar.“

Vilhelm Már Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs Íslandsbanka: 

„Við erum ánægð með að hafa fengið tækifæri til að styðja enn frekar við rekstur Reita með þessari nýju lánveitingu. Þetta er mikilvægt fyrsta skref í heildarendurfjármögnun félagsins sem lýkur vonandi fyrir áramót.“

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall