Einfaldara aðgengi að Netbanka með rafrænum skilríkjum í farsíma

29.10.2014

Viðskiptavinir Íslandsbanka geta nú skráð sig inn í Netbankann með rafrænum skilríkjum í farsíma. Þetta er ný og örugg innskráningarleið. Þeir sem eru búnir að sækja um og virkja rafræn skilríki í farsíma þurfa því einungis að slá inn símanúmer sitt á upphafssíðu Netbankans. Birtist þá valmynd í símanum sem biður um aðgangsorð til staðfestingar.

Rafræn skilríki í Netbanka fela í sér:

  • Einfaldari innskráningu í Netbanka
  • Auðkennislykill er nú óþarfur við innskráningu auk þess sem ekki þarf að slá inn notandanafn og lykilorð.
  • Rafræn skilríki virka í flestum farsímum, óháð stýrikerfi
  • Á sérstakri leiðbeininga- og upplýsingasíðu á vef Íslandsbanka er hægt að kanna með einföldum hætti hvort farsími viðskiptavina styðji rafræn skilríki auk helstu upplýsinga um þjónustuna.
  • Viðskiptavinir með rétt farsímakort geta virkjað þau í útibúum bankans sér að kostnaðarlausu. Nauðsynlegt er að hafa meðferðis gild vegabréf eða ökuskírteini.

Enn sem komið er eru rafræn skilríki í síma ekki í boði hjá öllum símafyrirtækjum en hægt er að sækja um rafræn skilríki á korti á vef Auðkennis. Við notkun á slíku korti þarf að hafa kortalesara auk þess sem hlaða verður niður sérstökum hugbúnaði. Rafrænu skilríkin hafa engin áhrif á auðkennislykla og SMS við innskráningu og geta viðskiptavinir áfram nýtt þá leið kjósi þeir það frekar.

Már Másson, forstöðumaður Netviðskipta:
„Rafræn skilríki í farsíma einfalda aðgengi að Netbankanum og auka öryggi. Nú þurfa viðskiptavinir ekki lengur að slá inn notendanafn og lykilorð í Netbanka. Þetta hefur í för með sér aukin þægindi fyrir notendur sem nú þurfa ekki að nota Auðkennislykil við innskráningu. Í náinni framtíð munu viðskiptavinir svo geta klárað ýmis bankaviðskipti í Netbankanum og Appinu án þess að gera sér ferð í bankann.“

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall