Akur fjárfestir í Fáfni Offshore

08.12.2014
Akur fjárfestingar, framtakssjóður í rekstri Íslandssjóða, hefur keypt 30% hlut í Fáfni Offshore hf. Fjárfestingin nemur 1.260 milljónum króna. Félagið sérhæfir sig í þjónustu við olíu-og gasborpalla auk annarra verkefna á norðlægum slóðum. Fyrsta skip félagsins Polarsyssel var afhent félaginu í september sl. Það er fyrsta íslenska sérhæfða skipið sem er til öryggis- og olíuþjónustu á Norðurslóðum. Skipið hefur verið til þjónustu við Sýslumanninn á Svalbarða. Fáfnir Offshore hefur gert 6 ára þjónustusamning við sýslumanninn um gæslustörf í sex mánuði á ári. Þá hefur Fáfnir einnig gengið frá samningum við stærsta fyrirtæki Rússland Gazprom um þjónustu við olíuborpall í eigu félagsins sem er staðsettur í Pechora hafinu.   
Hlutafjáraukningunni í Fáfni Offshore er ætlað að styðja við frekari vöxt félagsins. Fáfnir Offshore hefur fest kaup á öðru skipi sambærilegrar gerðar og Polarsyssel sem nú er í smíðum og verður það afhent um mitt ár 2015. Stefnt er á frekari fjárfestingar en Akur er nú stærsti einstaki hluthafi félagsins en næst stærsti hluthafi félagsins er framtakssjóðurinn Horn II. 

Jóhannes Hauksson, framkvæmdastjóri Akurs fjárfestinga: 

“Við teljum fjárfestinguna í Fáfni Offshore fela í sér spennandi tækifæri til uppbyggingar í atvinnugrein sem er þróuð á alþjóðavísu en ný á Íslandi. Þetta hefur farið afar vel af stað og við trúum því að reynsla Steingríms og annarra hluthafa félagsins eigi eftir að nýtast vel við uppbyggingu félagsins.“

Steingrímur Bjarni Erlingsson, forstjóri Fáfnis Offshore: 

„Ég fagna aðkomu Akurs að félaginu hún gerir félaginu kleift að ráðast í þær fjárfestingar sem eru nauðsynlegar til að fylgja eftir þeirri stefnu sem félaginu hefur verið mörkuð. Fyrstu mánuðir Polarsyssel hafa farið vel af stað. Við höfum náð góðum samningum við bæði fyrirtæki og stjórnsýslustofnanir. Við höfum því fulla trú á að nýjar fjárfestingar muni færa okkur enn fleiri og betri tækifæri.“ 


Um Akur fjárfestingar
Akur fjárfestir í óskráðum félögum. Hluthafar í félaginu eru 15 talsins þar af 13 lífeyrissjóðir ásamt VÍS og  Íslandsbanka.  Fjárfestingin í Fáfni Offshore er önnur fjárfesting Akurs og sú stærsta hingað til en félagið fjárfesti fyrr á þessu ári í HSV eignarhaldsfélagi sem á rúmlega þriðjungshlut í HS veitum. Fjárfestingartími Akurs er þrjú til fjögur ár en áætlaður líftími sjóðsins er átta til tíu ár og er fjárfestingagesta félagsins 7,3 milljarðar.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall