Íslandsbanki hefur gert sátt við Samkeppniseftirlitið

18.12.2014

Íslandsbanki hefur gert sátt við Samkeppniseftirlitið vegna rannsóknar þess á tiltekinni framkvæmd á greiðslukortamarkaði. Íslandsbanki var fyrstur málsaðila til að ná sáttum við Samkeppniseftirlitið en rannsóknin náði einnig til til Arion banka, Borgunar, Landsbankans og Valitors.

Starfsmenn bankans voru í góðri trú um lögmæti fyrirkomulagsins og í sáttinni er tilgreint að bankinn hafi gert ráðstafanir sem miða að því að breyta framkvæmd á greiðslukortamarkaði í samræmi við athugasemdir og tilmæli Samkeppniseftirlitsins.

Með sáttinni er viðurkennt að framkvæmd á greiðslukortamarkaði, einkum við ákvörðun milligjalda milli bankans og færsluhirðanna Valitors og Borgunar, á tímabilinu 1. janúar 2007 til 31. desember 2009 hafi ekki verið í samræmi við 10. grein samkeppnislaga. Framkvæmdin hófst í tíð forvera Íslandsbanka en var enn við lýði þegar Íslandsbanki tók til starfa haustið 2008. Í málinu eru, sem fyrr sagði, engin merki þess að starfsmenn bankans hafi gert sér grein fyrir því að fyrirkomulagið væri ósamrýmanlegt samkeppnislögum.

Íslandsbanki hefur skuldbundið sig til að stuðla að breytingum á þeim markaði sem um ræðir, tryggja óhæði stjórnarmanna bankans í Borgun hf. og til greiðslu sektar, samtals 380 milljónir króna, sem hafa þegar verið gjaldfærðar. Þá mun bankinn auka gagnsæi og vinna að hagræðingu í starfsemi bankans sem tengist kortaútgáfu. Íslandsbanki samdi nýlega við Mastercard um útgáfu á kortum fyrir bankann. Er það liður í að einfalda vöruframboð bankans. 

Í sáttinni við Samkeppniseftirlitið kemur fram að Íslandsbanki hafi sýnt góðan samstarfsvilja og stytt mjög rannsókn og málsmeðferð samkeppnisyfirvalda en Íslandsbanki telur gott samstarf við Samkeppniseftirlitið mikilvægt til að stuðla að heilbrigðum viðskiptaháttum á íslenskum fjármálamarkaði.

Íslandsbanki hefur á undanförnum árum lagt mikla áherslu á að bæta upplýsingagjöf og fræðslu vegna samkeppnismála meðal starfsmanna bankans. Hefur bankinn m.a. skipað sérstakan ábyrgðaraðila samkeppnismála sem annast reglubundið eftirlit með samkeppnismálum innan bankans. 

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall