Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka ráðgjafi við fjármögnun kísilverksmiðju á Bakka

12.01.2015
Bakkastakkur slhf. hefur undirritað samkomulag við PCC SE um þátttöku í fjármögnun á kísilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík. Eigendur Bakkastakks eru á annan tug lífeyrissjóða ásamt Íslandsbanka. Verkefnið er nú fullfjármagnað en heildarfjárfestingin vegna verksmiðjunnar er um 300 milljónir dollara eða á fjórða tug milljarða íslenskra króna. Verkefnið er fjármagnað að stórum hluta með erlendu lánsfé frá leiðandi þýskum banka. Rúmur fjórðungur fjárfestingarinnar kemur frá Bakkastakki í formi lánsfjármögnunar og forgangshlutafjár í PCC BakkiSilicon hf., félaginu sem stofnað hefur verið utan um verkefnið. Fjármögnunin er háð vissum skilyrðum, t.d. eru gerðir fyrirvarar við atriði er lúta að rannsókn Eftirlitsstofnunar EFTA á samningum vegna verksmiðjunnar við Landsvirkjun og Landsnet. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur veitt PCC SE ráðgjöf vegna innlendrar fjármögnunar verkefnisins.

Stjórn Bakkastakks og PCC SE lýsa yfir ánægju með áfangann en þetta er fyrsta verkefnafjármögnun af þessari stærðargráðu með þátttöku erlends banka á Íslandi um langt skeið. Framkvæmdin styður atvinnuuppbyggingu á Íslandi en búast má við að hún skapi um 120 störf. Þá hentar fjárfestingin lífeyrissjóðunum vel þar sem endurgreiðsla hennar er til langs tíma í erlendum gjaldmiðlum og dreifir þannig áhættu í eignasöfnum þeirra.

Summa Rekstrarfélag hf. hefur veitt Bakkastakki og eigendum þess félags ráðgjöf vegna fjárfestingarinnar.

Um PCC: PCC er alþjóðleg fyrirtækjasamsteypa undir forystu þýska móðurfélagsins PCC SE sem hefur aðsetur í Duisburg. Hjá PCC starfa nú meira en 2.800 starfsmenn á 37 vinnustöðum í 16 löndum. Velta samstæðunnar, sem deilist á þrjá starfsþætti; efnaiðnað, orkuiðnað og flutninga, nam 625 milljónum evra árið 2013.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall