Mundu pinnið - afnám græna takkans

16.01.2015
Frá og með mánudeginum 19. janúar þurfa handhafar greiðslukorta, bæði debet- og kreditkorta, á Íslandi að staðfesta úttektir með PIN númeri. Ekki verður hægt að nota græna takkann til að staðfesta úttektir eins og verið hefur. Það er því mikilvægt að viðskiptavinir muni PIN númer sín því að öðrum kosti fæst ekki heimild fyrir viðskiptum. 

Korthafar geta nálgast PIN númerið sitt í netbankanum undir „Yfirlit“ og „Sækja PIN númer“. Það er einnig hægt að nálgast PIN númer með því að hafa samband við Íslandsbanka í síma 440-4000 eða með tölvupósti á netfangið islandsbanki@islandsbanki.is. 

Korthafar sem ekki geta notað PIN vegna fötlunar, af heilsufarsástæðum eða vegna sérstakra aðstæðna geta haft samband við Íslandsbanka og fengið undanþágu frá notkun PIN númers. Meta þarf hvert tilviki fyrir sig. 

Öruggari leið fyrir viðskiptavini 
Notkun PIN númers er sett á með það að markmiði að auka öryggi í kortaviðskiptum. Með því að skilyrða notkun við PIN númer er  komið í veg fyrir að hægt sé að nota kortið án númersins. Pinnið á aldrei að gefa upp á netinu, í tölvupósti eða í síma. Að auki skulu viðskiptavinir varast að geyma PIN númerið með greiðslukortum sínum þar sem þeir eru sjálfir ábyrgir fyrir úttektum í þeim tilvikum. 

Viðskiptavinir Íslandsbanka velja sjálfir PIN númer
Íslandsbanki hefur nýlega kynnt þá nýjung hér á landi að viðskiptavinir geta sjálfir valið PIN númer sín á greiðslukortum sínum. Með því móti geta viðskiptavinir valið PIN númer sem þeir eiga auðvelt með að muna og þannig haft sama númer bæði fyrir debet- og kreditkort sín. Nýjungin nær til MasterCard kreditkorta, Maestro debetkorta og Debit MasterCard. Viðskiptavinir breyta þá PIN númerum í hraðbönkum Íslandsbanka. Viðskiptavinir Íslandsbanka á höfuðborgarsvæðinu geta nú nýtt sér þetta en unnið er að uppfærslu á hraðbönkum á landsbyggðinni sem mun ljúka á næstu misserum. 

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall