Akur í viðræðum við Gray Line á Íslandi

23.01.2015
Viðræður á milli eigenda Iceland Excursions Allrahanda ehf., sem er sérleyfishafi Gray Line á Íslandi, og Akurs fjárfestinga slhf. um kaup Akurs á hlutfé í Gray Line á Íslandi hafa staðið um nokkurt skeið. Akur fjárfestingar er fagfjárfestasjóður í rekstri Íslandssjóða. Unnið er að áreiðanleikakönnun vegna fyrirhugaðra viðskipta en nánari upplýsingar um þau eru trúnaðarmál á þessu stigi. Núverandi eigendur félagsins, þeir Þórir Garðarsson og Sigurdór Sigurðsson, munu áfram eiga meirihluta hlutafjár og starfa ásamt öðrum lykilstjórnendum þess að áframhaldandi uppbyggingu Gray Line.

Um Gray Line á Íslandi: Gray Line á Íslandi er leiðandi íslenskt ferðaþjónustufyrirtæki sem er aðili að alþjóðlegu Gray Line Worldwide samtökunum. Félagið er ferðaskipuleggjandi, ferðaskrifstofa og hópferðafyrirtæki með starfsemi einkum í skipulögðum dagsferðum. Á þess vegum gefst ferðamönnum kostur á að heimsækja yfir sextíu áfangastaði víðsvegar um Ísland og upplifa flest það sem landið hefur upp á að bjóða. 

Gray Line á Íslandi á einn yngsta rútubílaflota landsins, 65 hópferðabíla sem taka frá 9 til 71 farþega. Félagið flutti rúmlega 510 þúsund ferðamenn árið 2014 í eigin ferðum. Velta félagsins árið 2014 var rúmlega 2,7 milljarðar króna og hjá því starfa rúmlega 200 manns í vetur. 

Iceland Excursions Allrahanda ehf. (nú Gray Line Iceland) var stofnað fyrir 25 árum. Stofnendur og eigendur þess eru Sigurdór Sigurðsson og Þórir Garðarsson. Síðustu 10 árin hafa umsvif félagsins farið hraðvaxandi og má ekki síst þakka það öflugu markaðsstarfi, rösklegri endurnýjun bílaflotans og viðskiptasérleyfi Gray Line, en þessi vöxtur hefur haldist í hendur við fjölgun ferðamanna á Íslandi. 

Þórir er starfandi stjórnarformaður og framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs félagsins og Sigurdór er framkvæmdastjóri þess. Um viðræðurnar við Akur fjárfestingar hafa þeir þetta að segja:
  
„Við eigendur Gray Line á Íslandi höfum um nokkurt skeið átt viðræður við Akur fjárfestingar um aðkomu þeirra að félaginu. Aðkoma nýs fjárfestis að félaginu er til þess fallin að styrkja félagið enn frekar í þeim vexti sem framundan er í íslenskri ferðaþjónustu. Við horfum björtum augum á framtíðina og samstarfið.“Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall