Íslandsbanki aðalstyrktaraðili FKA

03.02.2015
Íslandsbanki og Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) hafa undirritað nýjan samstarfssamning en bankinn hefur verið aðalstyrktaraðili félagsins frá árinu 2010. Samningurinn gildir til ársins 2017. 

Markmið samningsins er að stuðla að því að efla félagið og leggja áfram áherslu á að miðla fjármálatengdri þekkingu og reynslu til félagskvenna og styrkja þannig möguleika þeirra á enn frekari árangri og arðsemi tengdri fyrirtækjarekstri.

Innan Íslandsbanka hefur verið unnið markvisst að því að virkja kraft kvenna. Lögð er áhersla á jafnan rétt kynjanna í ráðningarstefnu bankans sem og jafnan rétt til starfsþróunar. Eins hefur bankinn undirritað Jafnréttissáttmálann (e. Women‘s Empowerment Principles) sem er samstarfsverkefni Þróunarsjóðs Sameinuðu þjóðanna í þágu kvenna (UN Women) og Hnattræns samkomulags Sameinuðu þjóðanna um siðferði og ábyrgð í viðskiptum (e. United Nations Global Compact) og veitir leiðbeiningar um hvernig efla megi konur á vinnustaðnum, á vinnumarkaði og í samfélaginu. Stjórn FKA er afar þakklát fyrir áframhaldandi stuðning enda hefur bankinn gert félaginu kleift að þróa og styrkja innviði félagsins í heild.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall