Íslandsbanki gefur út áhættuskýrslu

31.03.2015
Íslandsbanki hefur nú gefið út áhættuskýrslu fyrir árið 2014. Skýrslan veitir markaðsaðilum upplýsingar sem ætlað er að auka skilning á áhættustýringu bankans og eiginfjárstöðu hans. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að Íslandsbanki uppfyllti allar innri og ytri kröfur um áhættumörk á árinu 2014. Lausafjár- og eiginfjárstaða bankans er sterk og er bankinn því vel búinn undir mögulegt afnám fjármagnshafta.

Lítil vanskil í evrópskum samanburði

Gæði lánasafnsins hafa aukist samfara því að fleiri viðskiptavinir hafa lokið fjárhagslegri endurskipulagningu og hafa vanskilahlutföll lækkað umtalsvert á árinu. Íslandsbanki kemur vel út í  samanburði við evrópska banka en samkvæmt skilgreiningu Evrópska bankaeftirlitsins (EBA) á vanskilum þá var staða Íslandsbanka orðin sambærileg besta þriðjungnum í evrópsku bankakerfi í árslok 2014.  


Netárásir aukast 

Á árinu 2014 voru 334 rekstraratvik skráð hjá bankanum en í fæstum tilvikum höfðu þau atvik sem skráð voru í för með sér fjárhagslegt tap fyrir bankann. Aukning var í tilkynntum atvikum í flokknum „Ytri svik“ en aukninguna má aðallega rekja til aukins eftirlits og fjölgunar í skráðum kreditkortasvikum.  Auk þessa má sjá aukningu í fjölda netárása en ekkert tap var skráð vegna slíkra árása árið 2014. 

Regluverk og rekstrarumhverfi

Lykilhagstærðir benda til þess að staða efnahagslífsins sé góð en yfirstandandi kjarasamningar og mögulegt afnám fjármagnshafta skapa óvissu fyrir hagkerfið til skemmri tíma litið. Innleiðing tilskipunar Evrópusambandsins um eiginfjárkröfur (CRV IV) mun reyna mjög á löggjafar- og eftirlitsaðila hér á landi, bæði vegna stjórnarskrárákvæða og umfangs þeirra breytinga sem gera þarf á núgildandi lögum til að tryggja gagngera heildarinnleiðingu í íslenska löggjöf. 

Sverrir Örn Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Áhættustýringar:
„Íslandsbanki vinnur stöðugt að því að bæta innviði sína við stýringu áhættu og mat á eiginfjárþörf. Áhættuskýrslan veitir innsýn inn í þær aðferðir sem bankinn beitir við mat á áhættu sem og fjölmarga þætti í áhættumynstri og áhættustýringu bankans. Skýrslan endurspeglar það gagnsæi sem Íslandsbanki leggur áherslu á í störfum sínum. Í skýrslunni kemur fram að bankinn uppfyllti bæði innri viðmið sem og viðmið laga og reglna um áhættusnið í lok árs 2014. Eiginfjárstaða bankans er sterk í samanburði við innlendar og evrópskar fjármálastofnanir og bankinn er vel undir það búinn að takast á við fyrirhugaðar breytingar á alþjóðlegum reglum.“

Hér má finna skýrsluna í heild sinni. 

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall