Íslandsbanki fjármagnar nýja frystigeymslu Eimskips

09.04.2015
Íslandsbanki og Eimskip hafa undirritað lánssamning að fjárhæð 10 milljónir evra vegna uppbyggingar Eimskips á 10.000 tonna frystigeymslu á athafnasvæði félagsins í Hafnarfirði. Lánið er til 25 ára. Að auki var undirrituð lánalína að fjárhæð 12 milljónir evra til að styðja undir frekari vöxt félagsins. 

Gert er ráð fyrir að fyrsti áfangi nýrrar frystigeymslu verði tilbúinn til notkunar næsta haust og að verkið verði fullklárað fyrir árslok. Þá er möguleiki að stækka nýju geymsluna enn frekar í áföngum um allt að 14.000 tonn til viðbótar, í samræmi við þarfir markaðarins. 

Þjónusta við sjávarútveginn er ein af grunnstoðum rekstrar Eimskips en með nýrri frystigeymslu er félagið að fylgja eftir vaxandi umsvifum í greininni. Saga Íslandsbanka er einnig samofin sjávarútveginum og er sérfræðiteymi starfandi innan bankans sem þjónustar allar hliðar sjávarútvegsins.
Íslandsbanki hefur áður komið að fjármögnun stórra verkefna hjá félaginu og er stærsti einstaki lánveitandi þess.

Vilhelm Már Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs:
„Íslandsbanki og Eimskip hafa átt farsælt samstarf um margra ára skeið. Við erum afar ánægð með þátttöku okkar í því að styrkja frekari vöxt þessa þjóðhagslega mikilvæga fyrirtækis. Það er okkur sönn ánægja hjá Íslandsbanka að Eimskip hefur valið bankann sem sinn samstarfsaðila í þessu verkefni“

Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips:
„Með þessari undirritun höfum við gengið frá langtímafjármögnun verkefnisins á hagstæðum kjörum og við fögnum því. Á sama tíma erum við að ljúka við ákveðinn áfanga í uppbyggingu innviða er snúa að sjávarútveginum, sem er mikilvæg stoð í rekstri félagsins.“

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall